Lög félagsins

Félagslög fyrir Kvenfélagið Heimaey
2012

1. gr.
Nafn félagsins er Kvenfélagið Heimaey og er heimili þess og varnarþing í Reykjavík.

2. gr.
Tilgangur félagsins er að viðhalda kynnum kvenna úr Vestmannaeyjum og styðja og gleðja sjúka og aldna Vestmannaeyinga er hér dvelja á Stór-Reykjavíkursvæðinu.

3. gr.
Félagar geta orðið allar þær konur sem fæddar eru, eða dvalist hafa í Vestmannaeyjum, eða eru giftar Vestmannaeyingum, og niðjar þeirra.

4. gr.
Stjórn félagsins skipa sex konur: Formaður, gjaldkeri, ritari og þrír meðstjórnendur, sem eru fráfarandi stjórn. Formaður skal kosinn sérstaklega.

Stjórn, varastjórn og nefndir skulu sitja í 3 ár, en endurkjör máframkvæma með meirihluta greiddra atkvæða.  Ef einhver nefndarkona forfallast, má stjórnin kjósa nýja í hennar stað.

Aðrar nefndir:

a) Endurskoðendur:

Skulu vera tvær konur og sjá þær um endurskoðun reikninga félagsins fyrir aðalfund. 

b) Líknarnefnd:

Er í höndum stjórnar og ákveður hún um úthlutun styrkja.

c) Ferðanefnd:

Skal skipuð þremur konum og skulu þær sjá um að skipuleggja ferðalög félagsins.

d) Kaffinefnd:

Skal skipuð tveimur konum og skulu þær sjá um Lokakaffið, ásamt stjórn félagsins, sem ævinlega er haldið í kringum 11. maí til heiðurs öldruðum Vestmannaeyingum.

e) Skemmtinefnd:

Skal skipuð þremur konum og skulu þær sjá um skemmtanir félagsins.

f) Heimasíðunefnd:

Skal skipuð tveimur konum og skulu þær sjá um heimasíðu félagsins og halda utan félagatal o.fl.

g) Fánanefnd:

Skal skipuð tveimur konum, formanni félagsins og velur hann eina konu með sér. Nefndin sér um að stilla upp fána félagsins við ýmsir athafnir.

h)  Kjörnefnd:

Skal skipuð þremur konum og er nefndin kosin til eins árs í senn, síðasta starfsár stjórnar. Allar félagskonur eru kjörgengar í stjórn nema formaður kjörnefndar.

5. gr.
Að félagið haldi minnst fjóra fundi yfir árið og aðalfundur skal haldinn í lok starfsárs og þá lagðir fram reikningar félagsins og kosið í stjórn og nefndir.

6. gr.
Árgjald skal endurskoðast á hverjum aðalfundi.

7. gr.
Stjórn félagsins ákveður hvaða styrkir eru veittir úr félagssjóði og upplýsir félagskonur um upphæð styrks hverju sinni.

8. gr.
Verði félaginu slitið eða hættir á annan hátt störfum, skulu eignir þess renna til líknarmála í Vestmannaeyjum.

9. gr.
Lögum þessum má ekki breyta nema á aðalfundi félagsins og þarf til þess samþykki 2/3 hluta atkvæðisbærra fundarmanna.

Comments