Líknarmál

Líknarnefnd kvenfélagsins Heimaeyjar

Kvenfélagið Heimaey hefur árlega fært öldruðum Vestmannaeyingum jólagjafir í desember. Gjafirnar fara til einstaklinga sem dvelja á hinum ýmsu hjúkrunarheimilum á stór-Reykjavíkursvæðinu.

Árið 2007 styrkti Kvenfélagið Heimaey;
  • vegna veikinda ungs drengs, um 150.000 kr.
  • vegna sviplegs fráfalls foreldris, um 150.000 kr.
  • vegna slyss, um 150.000 kr.
  • vegna kostnaðarsamrar læknismeðferðar ungs drengs, um 150.000,- kr.
Um miðjan nóvember kom líknarnefnd saman hjá Gerði í Höfn og pakkaði 100 konfektkössum 6 geisladiskum og einni söguspólu til sjúkra og aldraðra sem við gleðjum um jólin.
Einnig má geta þess að þegar félagskonur eiga stórafmæli fer stjórnin í heimsókn með blómvönd og færum þeim (80, 90 og 100 ára).

Árið 2006 kom líknarnefnd saman hjá Gerði í Höfn og pakkaði inn 90 konfektkössum 6 hljómdiskum og 1 söguspólu, þetta voru jólagjafir sem Kvenfélagið Heimaey fer með til sjúkra og aldraðra Vestmannaeyinga sem búsettir eru á stór Reykjavíkursvæðinu einnig höfum við sent til Hveragerðis og Þorlákshafnar. Það er farið á Grund, Hrafnistu, Sóltún, Skógarbæ, Eir, Skálatún, sambýli, Hátún 10 og 12. Norðurbrún 1 og í heimahús. Þetta hafa Heimaeyjarkonur gert í fjöldamörg ár

Nefndina skipa núna : Gerður E.Tómasdóttir, Addý Guðjónsdóttir, Ágústa Lárusdóttir, Elín Brimdís Einarsdóttir, Pálína Ármannsdóttir og Sigríður Lárusdóttir

Einnig styrkti Kvenfélagið Heimaey einstakling í Vestmannaeyjum um 150.000 kr. vegna erfiðra aðstæðna

Árið 2005 voru gjafirnar 89 konfektkassar, 6 geisladiskar og tvær hljóðbækur.

MND-félagið var styrkt um 200.000,- krónur á árinu 2005.
Comments