Gamlar fréttir frá fyrstu heimasíðunni


Haust 2010

Ágæta félagskona!
Sumri hallar hausta fer og senn líður að okkar fyrsta félagsfundi. Við vonum að sumarið hafi verið ykkur gott a.m.k. veðurfarslega. Við hlökkum til að hitta ykkur hressar og kátar sem fyrr. 
Við höldum áfram með svipuðu sniði, fundirnir verða á Grand Hótel Gullteigi á mánudögum kl.19.00 og við byrjum á því að borða saman.

Mánudaginn 4. Október kl.19.00 
Sólveig Guðjónsdóttir rifjar upp ferðasöguna úr sumarferð okkar, Steinar Júlíusson segir okkur nokkrar gamlar sögur frá Eyjum.

Mánudaginn 8. Nóvember kl.19.00 
Kristín Ástgeirsdóttir flytur okkur minningabrot frá Eyjum.

Mánudaginn 6. Desember Kl.19.00
Jólafundurinn okkar (athugið breyttan fundartíma) 
Við fáum jólahugvekju sem ungur prestur flytur okkur, Rósalind Gísladóttir syngur nokkur lög, jólahappdrætti með góðum vinningum og svo tökum við að sjálfsögðu með okkur einn lítinn jólapakka.
 

Vonum að þið verðið duglegar að mæta á fundina okkar og njóta þess að eiga góðar stundir saman. Munum að með því að taka virkan þátt í félagsstarfinu eflum við, bætum og kætum félagsandann JJJ og ekki skemmir fyrir að hafa með sér gesti.

Bestu kveðjur.

Gerður 557-1517gerdurerla@talnet.is
Jóna Björg431-1565jona.b@simnet.is
Palda 554-1628mossel@simnet.is

 

Enginn gefur vinum sínum hlutdeild í gleði sinni
án þess að verða þeim mun ríkari af fögnuði.
Og enginn deilir sorg sinni með vinum sínum að 
sorgir hans léttist ekki að miklum mun.
Bacon


Vetur og vor 2010 (smellið hér til að prenta dagskrá veturs og vors)

Ágæta félagskona

Gleðilegt ár og þökkum innilega samstarfið á liðnu ári. Við vonum að nýja árið verði ykkur gott og gjöfult.

Mánudaginn 1. mars kl. 19:00 er fyrsti fundur ársins.

Venjuleg fundarstörf, við fáum tvo góða gesti ættaða úr Eyjum, þær Þorgerði Jóhannsdóttur (Gerða frá Múla) og Sigríði Theódórsdóttur (Sigga frá Nýjabæ). Þær munu kynna fyrir okkur hönnun sína úr íslenskri ull og fiskroði.

Laugardaginn 10. apríl Óvissuferðin ???

Við hittumst við kirkjuna í Mjódd kl. 11:00 Förum í frekar stutta bílferð með skemmtilegri leiðsögn, síðan á góðan veitingastað þar sem við fáum súpu, brauð og kaffi á eftir. Við höldum fund og okkur er síðan skilað í Mjóddina aftur ca. kl. 15:30.
Áríðandi er að skrá sig í síðasta lagi 3. apríl hjá stjórnarkonum.

Sunnudaginn 9. maí - Lokakaffið

Veislukaffi að hætti Grand hótels. Njótum dagsins með fjölskyldu og vinum. Gott tækifæri til að hittast og gleðjast saman. Verið duglegar að koma með fólkið ykkar. Hittumst hress.

Mánudaginn 17. maí - Aðalfundur

Venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar. Önnur mál.

Sumarferðin okkar verður laugardaginn 12. júní. Við fáum frekari fréttir um hana frá ferðanefndinni þegar nær dregur.

Vonum að þið verðið duglegar að mæta á fundina okkar og njótum þess að eiga góðar stundir saman. Munum að með því að taka virkan þátt í félagsstarfinu eflir, bætir og kætir félagsandann og ekki skemmir fyrir að hafa með sér gesti.

Bestu kveðjur
Gerður sími: 557 1517
Palda sími: 554 1628
Jóna Björg sími: 431 1565


Haust 2009

Kæru félagskonur!

Nú fer að líða að haustfundunum okkar. Það verður gaman að hittast aftur, eftir þetta yndislega sumar, sem var betra, en elstu menn muna, sem sagt algjörlega einstakt. Vonum að þið hafið allar notið þess.

Fundirnir okkar verða með svipuðu sniði og verið hefur. Við verðum áfram á Grand Hotel Reykjavík í Gullteigi. Fundirnir byrja kl 19.00.

Fyrsti fundur verður mánudaginn 5. okt. n.k.

Sólveig Guðjónsdóttir (Dollý) les ferðasögu um sumarferð okkar í ár. Gaman væri ef þið eigið skemmtilegar myndir frá ferðinni, að þið tækjuð þær með og leyfðuð okkur að njóta með ykkur.

Annar fundur er svo 2. nóvember n.k.

Þá kemur í heimsókn til okkar ágætur Vestmannaeyingur og rifjar upp skemmtilega atburði frá fyrri árum.

Jólafundurinn verður 7. desember n.k.

Við fáum góða gesti, prest sem flytur okkur hugvekju, söngur og happdrætti með góðum vinningum. Að sjálfsögðu tökum við allar með okkur einn lítinn jólapakka, sem síðan verður útdeilt til okkar.

Minnum konur á samþykkt frá aðalfundi okkar 18. maí s.l. Þar var samþykkt að innheimta í einu lagi Kr: 4.000.-, félagsgjald.  Kr: 2.000. og Kr. 2.000. vegna lokakaffis. Verður sendur einn innheimtuseðill fyrir þessu og er miðað við 80 ára aldur Reyndar létu sumar konur í ljós óskir um að greiða áfram, þrátt fyrir aldursmörk, og er það að sjálfsögðu þegið með þökkum.

Því miður fáum við ekki lengur inni í dagbók Morgunblaðsins til að minna á fundina okkar. Við vonum að þið verðið duglegar að mæta á fundi og taka með ykkur gesti.

Hittumst hressar, bestu kveðjur.

Gerður sími: 557 1517
Jóna Björg sími: 431 1565
Palda sími: 554 1628


VETUR – VOR 2009

Ágæta félagskona !

Við sendum þér og þínum bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og þökkum frábært samstarf á liðnu ári.

Þetta er lokaspretturinn hjá þessari stjórn og biðjum við ykkur ásjár í sambandi við nýja stjórn. Við þurfum allar að leggjast á árarnar við að finna góðar konur, sem eru tilbúnar að leggja félaginu okkar lið í þeim efnum. Það er bæði skemmtilegt og gefandi að taka að sér stjórn félagsins, við kynnumst félagskonum nánar og svo koma auðvitað nýjar hugmyndir með nýjum konum.

Mánudaginn 9. mars. Er fyrsti fundur ársins.

Venjuleg fundarstörf, fjallað um vetrarstarfið og við fáum góðan gest.

Laugardaginn 18. apríl. Óvissuferðin??? JJJ

Við höldum uppteknum hætti og förum á vit ævintýranna. Þið sjáið að fundurinn er á laugardegi og við ætlum að hittast kl. 11 við kirkjuna í Mjódd. Förum í stuttan bíltúr fáum skemmtilega leiðsögn og borðum svo saman hádegisverð á nýjum og spennandi veitingastað. Njótum samverunnar eins og okkur er lagið.

Áríðandi: Skráið ykkur í síðasta lagi viku fyrir ferðina. JJJ

Sunnudaginn 10 maí. Lokakaffið.

Fjölmennum og njótum dagsins saman, tökum fjölskylduna með og bjóðum eyjafólki sem er statt á fastalandina að taka þátt í deginum með okkur og munum að maður er manns gaman. Þessi dagur bregst ekki og nú njótum við þess að taka þátt í veislunni engin vinna lengur, bara að vera glaðar með fólkinu okkar og njóta kræsinga okkar góða fólks á Grand Hótel.

Mánudaginn 18. maí. Aðalfundur.

Venjuleg aðalfundarstörf, förum yfir starfið í vetur og nýja stjórnin tekur við.

Sumarferðin í ár verður farin laugardaginn 13. júní og þar mætum við auðvitað eins og endranær og gerum okkur glaðan dag.

Tökum virkan þátt í félagsstarfinu, það eflir félagsandann og munum að það er alltaf gaman að taka með sér gesti á fundina, það er kannski fyrsta skrefið til þess að fá konur til að ganga í félagið.

Beri þig ævi unaðsfull

yfir lífsins strauma

þó þú eignist aldrei gull

annað en fagra drauma.

Stephan G. Stephansson

Bestu kveðjur.

Dússý sími 565-6480
Fríða sími 553-3265
Palda sími 554-1628


Haust 2008

Ágæta félagskona

Það er komið haust og félagið okkar að taka til starfa á ný eftir sumarfrí .Þetta er síðasta starfsár þessarar stjórnar og við hlökkum svo sannarlega til að takast á við það, auðvitað í góðu samstarfi við ykkur allar. Ef þið eruð með hugmyndir varðandi starfið eru þær vel þegnar og að sjálfsögðu ræðum við þær á fundunum okkar. Það væri gaman að heyra væntingar ykkar til félagsins, því eins og við höfum svo oft talað um þá erum við fyrst og síðast í félaginu til að treysta vináttuna frá því við vorum ungar Eyjapæjur og nutum þess við leik og störf heima í Vestmannaeyjum.

Vetrardagskrá félagsins til áramóta verður sem hér segir:

Að venju verða fundirnir á Grand Hótel kl. 19:00

Mánudaginn 6. okt. verður fyrsti fundur haustsins.

Goslokaferðin verður rifjuð upp með myndum og frásögnum, þar sem margt var skoðað og upplifað, hver á sinn máta. Gaman væri að þið kæmuð með myndirnar ykkar til að sýna okkur hinum. Inga Karlsdóttir kemur og ræðir um basarinn og verður með bakkana góðu undir terturnar og hvetur okkur til dáða.

Við minnum á lokagreiðslu í ferðina til Heidelberg, greiðist fyrir 16. okt.

Laugardagur 25. okt. – fyrsti vetrardagur.

Það er dagurinn sem við höldum okkar árlega jólabasar með kökum, sultum, berjahlaupi ogöðru fíneríi, sem ekki fæst í Kringlunni, aðeins það megum við selja þar. Það var svo frábært síðast hve snemma var mætt með góðgætið, upp úr kl. 09:00 og allt seldist upp.

Mánudaginn 3. nóv. höldum við næsta fund.

Þar verða venjuleg fundarstörf. Við fengum Marentzu Poulsen til að koma okkur í jólaskap með skemmtilegum hugmyndum.(Kannski breytum við litla borðinu sem hún sýndi okkur forðum).

Mánudaginn 8. des. Jólafundur kl. 18:00.

Nú förum við í jólaskap, mátum jóladressið og njótum hins glæsilega jólahlaðborðs hjá þeim á Grand Hóteli. Að venju verður jólahugvekja, happdrætti, möndlugjöf og ekki gleyma litlu jólapökkunum. Munið að bjóða Eyjakonum sem staddar eru á fastalandinu á fundinn. Einsað taka með ykkur gesti og leyfa þeim að njóta með okkur.

Auglýsingar verða í Staður og stund í Morgunblaðinu sunnudaga fyrir fundi.

Verið duglegar að mæta á fundi og taka með ykkur gesti.
“Gott er að vera í góðum hóp og gerast honum líkur”

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flestar á fundum.
Bestu kveðjur


55 ára afmæli Kvenfélagsins Heimaeyjar

Á þessu ári, 2008, fögnum við 55 ára afmæli félagsins og minnumst við þess með ýmsu móti.

Kvenfélagið Heimaey var stofnað þann 09. apríl 1953. Héldum við veglegan afmælisfund á sjálfan afmælisdaginn í Bláa lóninu. Það voru rúmlega 80 konur, sem brunuðu í tveim rútum áleiðis til Reykjanesbæjar. Þetta var óvissuferð og veltu félagskonur fyrir sér hinum ýmsu stöðum suður með sjó, sem gaman gæti verið að skoða og sitt sýndist hverri eins og gengur. Gert var stutt stopp við Duus hús og skoðuðum við glæsilega Kertaverksmiðju og Glerblástur, sem þar er.

Þaðan var haldið í Bláa lónið. Þar var tekið vel á móti hópnum og nutum við þess að vera saman þessa kvölstund, yfir góðum mat og spjalli.

Tekin var ákvörðun um Aðventuferð til Þýskalands í lok nóvember og bókuðu sig á milli 35 og 40 konur í ferðina.

Þá er ráðgerð ferð á Gosloka hátíð til Vestmannaeyja.

Lokakaffi Kvenfélagsins verður á Grand Hótel þann 4. maí næstkomandi og vonumst við til að sjá sem flesta. Það er alltaf fjör á Lokakaffi Heimaeyjarkvenna.

Aðalfundur félagsins verður haldinn á Grand Hótel mánudaginn 19. maí og hefst hann kl. 19.00.


Kvenfélagið fékk sent jólakort frá Kristínu Halldórsdóttur dóttur Emilíu á Laugarlandi
Smellið á kortið til að sjá stærri útgáfu:


VETUR – VOR 2008

Kæra félagskona!

Við sendum þér og þínum innilegar óskir um gleðilegt nýtt ár og kærar þakkir fyrir frábært samstarf á liðnu ári. Hressar og kátar hefjum við starf á nýju ári, sem er afmælisár og viljum hvetja þig og ekki síst ykkur, sem eruð ný gengnar til liðs við okkur, að taka nú þátt í starfinu með okkur og kynnast því sem við erum að gera. Félagið okkar á 55 ára afmæli á þessu ári og því ærin ástæða til að halda upp á það eins og Heimaeyjarkonum er lagið. Það verður ekki vandamálið!

Mánudaginn 3. mars
er fyrsti fundur ársins. Fundirnir verða á Grand Hóteli eins og áður og við byrjum kl. 19:00 og vonum að allar verði sáttar með það.

Miðvikudagur 9. apríl - Afmælisfundur.
Við förum í stutta en spennandi óvissuferð í tilefni dagsins, rifjum upp ljúfar minningar úr félagsstarfinu.

Förum frá Mjóddinni kl. 18.00 (með okkar góða bílstjóra henni Auði). Ekki leiðinlegt fyrir Geiru! Hún vill helst færa fundina í Mjóddina JJJ
Njótum samverunnar, syngjum saman og komum glaðar heim.

Sunnudagur 4. maí - Lokakaffið
Við höldum okkar striki frá því á síðasta ári og mætum allar og helst með fjölskylduna eins og hún leggur sig. Nú getum við notið þess að vera með fólkinu okkar. Engin vinna lengur, þetta tókst svo vel og var svo ótrúlega vel heppnað að nú er bara tilhlökkun.

Mánudagur 19. mai - Aðalfundur.
Venjuleg aðalfundarstörf, förum yfir starfið í vetur, hvernig hefur tekist til og hvað er framundan hjá félaginu okkar.

Kynning á vorferðinni. Eigum við að fara á Goslokin til Eyja??? Það var ekki leiðinlegt hjá okkur fyrir fimm árum. Við nutum þess að taka þátt í hinum ýmsu atburðum. Nú er þess minnst að 35 ár eru frá goslokum. Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar og oftast á fundum í vetur og bjóðum með okkur öðrum Eyjakonum

Tökum virkan þátt í starfi félagsins, það skilar árangri og eflir félagsandann.

Fundir félagsins eru auglýstir í dagbók Morgunblaðsins

Dússý: sími 565-6480
Fríða: sími 553-3265
Palda: sími 554-1628


Ása Torfadóttir 90 ára.

Ása Torfadóttir frá Áshóli í Vestmannaeyjum varð 90 ára þann 01.10.2007 hún býr núna á Dvalar og hjúkrunarheimilinu Grund. Fórum við allar í stjórninni að heimsækja hana á afmælisdaginn. Það var á mánudegi en veisla var haldin henni til heiðurs sunnudaginn áður. Hún var afskaplega glöð að sjá okkur og þakkaði mikið vel fyrir blómin sem við færðum henni í tilefni dagsins og bað fyrir góðar kveðjur til Heimaeyjarkvenna .


Guðrún Karlsdóttir 100 ára.

Guðrún Karlsdóttir er fædd þann 20. ágúst árið 1907. Hún kom til Eyja 17 ára gömul. Hún giftist Magnúsi syni Ólafs Lárussonar læknis, sem bjó og var með sína læknastofu í Arnardrangi. Eftir að Guðrún flutti til Reykjavíkur gekk hún til liðs við kvenfélagið Heimaey og hefur félagið verið henni afar kært alla tíð. Guðrún á tvær dætur; Sigríði Hrefnu f.’36 og Ólöfu Sylvíu f.’40. Þær buðu til veislu í tilefni dagsins, á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem Guðrún hefur dvalist undanfarin ár. Það var gaman að sjá hve margir Vestmannaeyingar glöddust með Guðrúnu þennan dag. Fyrir hönd Kvenfélagsins færðum við henni blómvönd og gullmerki félagsins.

Það er gaman að segja frá því að hún Alda frá Kirkjulandi, sem einnig er góð Heimaeyjarkona, er orðin 92 ára og er mjög góð vinkona Guðrúnar, var auðvitað í afmælinu. Þær kynntust fljótlega eftir að Guðrún kom til Eyja og hafa verið miklar vinkonur allar götur síðan.


Haust 2007

Kæra félagskona!

Eftir frábært sumar og einstaka veðurblíðu, haustar á ný og þá förum við Heimaeyjarkonur að hlakka til að hefja vetrarstarfið, sem við vonum að verði okkur öllum ánægjulegt. Við verðum áfram á Grand Hóteli.
Salurinn er Gullteigur, sá sami og við vorum í á síðasta starfsári og vorum svo glaðar með.

Það verða þrír fundir fyrir áramót:

  • Fyrsti fundur verður mánudaginn 8. okt. í Gullteigi og hefst kl. 19. Venjuleg fundarstörf. Fríða segir okkur frá sumarferðinni og viljum við biðja ykkur, sem voruð með myndavél og tókuð myndir um að kippa þeim með á fundinn, það rifjast alltaf eitthvað skemmtilegt upp þegar kíkt er á myndir úr ferðunum okkar, sem aldrei klikka.
    ”Gyða Steingríms kynnir og sýnir okkur heilsu- og húðvörur frá Volare”
  • Annar fundur haustsins verður mánudaginn 5. nóv. Auk venjulegra fundarstarfa segir Inga Karlsdóttir formaður fjáröflunarnefndar okkur frá jóla- basarnum, sem verður í Kringlunni þann 17. nóv. Það er meiningin að vera einungis með kökur og sultur. bað Inga okkur um að segja ykkur að þær í basarnefndinni verða mættar upp úr kl. 9 um morguninn og mikið yrðu þær kátar ef konur sæu sér fært að vera heldur á fyrra fallinu með sínar kökur og sultur.
  • Jólafundurinn verður mánudaginn 3. des. Hann verður með hefðbundnu sniði. Glæsilegt jólahlaðborð, hugvekja, happdrættið og litlu jólapakkarnir.
    Jólafundurinn byrjar kl. 18 og munið að bjóða Vestmannaeyjakonum, sem staddar eru upp á landi að taka þátt gleðinni með okkur. Einnig er alltaf frábært þegar dætur og tengdadætur koma og gleðjast með okkur. Ef við leggjumst allar á eitt, þá er bara gaman hjá okkur Heimaeyjarkonum. Ekki satt?

Munið að fundirnir verða auglýstir í dagbók Morgunblaðsins, sunnudag fyrir hvern fund.

Hlökkum til að sjá ykkur
Bestu kveðjur.

Dússý sími 565-6480 864-2701
Fríða sími 553-3265 868-8038
Palda sími 554-1628 895-1328


Brottfluttir Vestmannaeyingar og fjölskyldur þeirra.
Komum saman því það er svo gaman.

Ferðaklúbburinn Heimaklettur, í Vestmannaeyjum, hefur ákveðið að standa fyrir helgarútilegu dagana 22.-24. júní n.k. að Þórustöðum í Svínadal, ofan Hvalfjarðar. Farið upp hjá Ferstiklu.

Um hálftíma ferð frá Hvalfjarðargöngum. Aðstæður þarna eru ágætar og að mörgu leiti mjög góðar, t.d. golf, veiði o.fl.

Þarna eru tunnugrill sem yrðu notuð að laugardagskvöldinu fyrir sameiginlegan kvöldverð. Hver og einn grillaði sinn mat sjálfur, sem hann kæmi með. Borðhaldið verður í uppgerðri hlöðu. Þar er smá svið því þetta á að vera alvöru hátíð með spili og söng eins og eyjamönnum er einum lagið. Hvetjum spilara til að taka hljóðfærin með og brandarar og annað skemmtiefni vel þegið því við ætlum að skemmta hvert öðru. Komið hefur fram tillaga um að þetta verði nefnt endurfundahátíð og yrði árlegur viðburður ef vel tekst til. Hvetjum brottflutta og fjölskyldur þeirra að mæta, endurnýja gömul kynni og eiga skemmtilega helgi með okkur.

Til að hafa einhverja hugmynd um fjölda væri gott að tilkynna þátttöku til Ágústs Guðmundssonar í símum 481-1716 og 896-8825 og á netfangið gustikap@internet.is

Heimasíða Ferðaklúbbsins Heimakletts er: www.123.is/heimaklettur


Vetur og vor 2007

Heilar og sælar kæru félagskonur

Með bestu óskum um gleðilegt nýtt ár og þökkum fyrir allt gott á liðnu ári. Við vonum að þið njótið allar hins bjarta veðurs sem hefur verið í vetur þó kalt hafi verið, en þetta styttir allt tímann í að við sjáum vorið.
Við byrjum af krafti strax í næsta mánuði og verður fyrsti fundur mánudaginn 5. mars og verðum við að sjálfsögðu á sama stað og áður, í Gullteigi á Grand Hótel. Gaman verður að  hittast og ræða félagsmálin og dagskrána fram á sumar.

Mánudaginn 2. apríl er næsti fundur og er það óvissuferð. Við höldum uppteknum hætti og förum í rútu á vit náttúrunnar og njótum þess að borða saman, skemmta okkur og láta skemmta okkur. Fyrir þennan fund verða konur að skrá sig í síðasta lagi viku fyrir fund. Þessir fundir hafa tekist mjög vel og eru alltaf að verða vinsælli.

Sunnudaginn 13. maí er Lokakaffið. Það verður á Grand Hótel, í Gullteigi.
Nú þarf ekki að baka lengur, við kaupum kaffi og meðlæti hjá hótelinu. Á fjölmennum fundi var samþykkt að við sendum út giroseðla upp á 1.500,- krónur til kvenna upp að 75 ára aldri og vonum við að þið takið fljótt við ykkur þegar þið fáið giroseðilinn. Þessi greiðsla kemur í staðinn fyrir baksturinn og greiðum við eftir sem áður fyrir kaffið. Við erum þess fullvissar að þessi breyting fellur í góðan jarðveg, því nú göngum við beint inn í þennan fallega sal og getum allar notið dagsins með gestum okkar.

Aðalfundurinn er síðan mánudaginn 21. maí og þar verða venjuleg aðalfundarstörf með hefðbundinni dagskrá, kynningu á vorferðinni, sem farin verður snemma í júní og er dagsferð eins og í fyrra. Við komumst að raun um að konum hugnast betur dagsferðir heldur en ferðir með gistingu.
Sumarferðin er ákveðin laugardaginn 9. júní, eins og áður segir í tilkynnir ferðanefndin nánar á aðalfundi hvert farið verður.
Allar nánari upplýsingar hjá stjórnarkonum.

Fundir eru auglýstir í dagbók Morgunblaðsins fyrir hvern fund.
Verum duglegar að mæta og taka með okkur gesti og kynna félagið okkar sem best við getum.
Munið að geyma bréfið á góðum stað (t.d. á ísskápinn!), bara hugdetta!

Bestu kveðjur með tilhlökkun að sjá ykkur sem flestar og oftast.

Dússý - sími 565 6480
Fríða - sími 553 3265
Palda - sími 554 1628

Munið! Fundirnir byrja klukkan 19:00 J


Haust 2006

Ágæta félagskona

Nú hefur ný stjórn tekið við störfum og er hún full tilhlökkunar að hitta ykkur, eftir gott og skemmtilegt sumar. Hressar og kátar hvetjum við ykkur til að taka þátt í starfinu með okkur, það skilar góðum árangri og eflir félagsandann.
Við höfum ákveðið að flytja okkur um set, kveðja Hótel Sögu og flytja okkur yfir á Grand Hótel, sem áður var Holiday Inn við Sigtún þaðan sem við eigum góðar minningar. 
Salurinn heitir Gullteigur, og er á fyrstu hæð, mjög fallegur og rúmgóður.

Mánudaginn 16. október.
Félagsfundur á Grand Hótel kl. 19:00
Fjallað verður um vetrarstarfið m.a. breytingar varðandi Lokakaffið og mun Dagmar formaður kaffinefndar segja okkur nánar frá því. Fríða ætlar að segja okkur ferðasögu sumarsins. Gaman væri að sjá myndir úr ferðinni og jafnvel úr fyrri ferðum.

Mánudaginn 6. nóvember.
Félagsfundur á Grand Hótel kl. 19:00
Venjuleg fundarstörf og spjall. Fjáröflunarnefnd verður með eitthvað spennandi á söluborði, sem vonandi gefur okkur góðan pening, svo við getum haldið áfram að gleðja þá sem minna mega sín.

Föstudaginn 10. nóvember og laugardaginn 11. nóvember.
Jólabasarinn verður að þessu sinni í Kringlunni.
Við vonumst til þess að breytingin leggist vel í okkur. Að venju verður hringt í félagskonur vegna basarsins og eru konur góðfúslega beðnar að taka símtalinu vel, gefa eitthvað smálegt. Þar hefur okkur dottið í hug að margar konur eru að vinna í gleri, postulíni eða saumaskap. Þær gætu jafnvel hugsað sér að gefa félaginu eitthvað til að selja á basarnum. Kökur eru auðvitað vel þegnar og biðjum við ykkur að koma með það sem þið viljið gefa í Kringluna þar sem konur í fjáröflunarnefnd taka glaðar á móti ykkur.

Mánudaginn 4. desember.
Jólafundur á Grand Hótel kl. 19:00
Nú er kominn jólahugur í okkur og slökum við á yfir glæsilegu jólahlaðborði af bestu gerð og drekkum í okkur stemninguna. Að venju verður jólahugvekja, möndlugjöf, happdrætti og jólapakkarnir, sem við færum hver annarri að venju.

Vinsamlegast geymið bréfið. Verið duglegar við að taka með ykkur gesti á fundina.
Munið að maður er manns gaman.
Bestu kveðjur með mikilli tilhlökkun til að sjá ykkur.

Dússý - sími 565 6480 / 864 2701
Fríða - sími 553 3265 / 868 8038
Palda - sími 554 1628 / 895 1328


Lokakaffi Kvenfélagsins 14. maí 2006 í Sunnusal Hótel Sögu

Hið árlega lokakaffi Kvenfélagsins verður haldið þann 14. maí 2006 kl. 14. Sú breyting hefur nú verið gerð að kaffið verður haldið í Sunnusal. Gengið er inn í salinn að vestanverðu og ættu margir að gleðjast yfir því að þurfa ekki að eiga við stiga því Sunnusalur er á jarðhæð. J

Miðaverð er nú 1200,- kr fyrir fullorðna sem að venju veitir ómældann aðgang að hlaðborði að hætti kvenfélagskvenna.

Allir Vestmannaeyingar, ungir sem aldnir, eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Þetta er kærkomið tækifæri til að rifja upp gömul kynni.


Vorferð Heimaeyjar 10. júní 2006

Farið verður frá Breiðholtskirkju kl. 09:00-09:30.

Ráðgert er að keyra upp á Akranes og skoða safnið að Görðum, koma síðan við á Hvanneyri og hitta Jakobínu og Trausta og ætlar Jagga að slást í för með okkur og fræða okkur um bæi, menn og konur í sveitunum. Hlökkum við svo sannarlega til að fá þessa hressu og fróðu konu með okkur. Síðan verður farið áleiðis að Hvítársíðu þaðan í Húsafell (og stoppa) og um Hálsasveit að Reykholti. (stoppa þar) (Deildartunguhver). Síðan er ekið niður Bæjarsveit, í Lundarreykjadal yfir í Skorradal og Dragháls yfir í Hvalfjörð og borðum í Glym hjá Hansínu. Sjáum hvernig liggur á okkur með að keyra Hvalfjörð til baka eða fara göngin heim.

Skráning í vorferðina er hjá Dússý eða Fríðu Hjálmars.


Vor 2006

Ágæta félagskona.

Gleðilegt nýtt ár með þökk fyrir allt gott og skemmtilegt á liðnu ári. Með hækkandi sól hefst heilmikið fjör í starfi kvenfélagsins, við höfum þraukað þorrann og góan er alveg að koma.

Fyrsti fundur ársins er mánudaginn 6. mars í Ársal Hótel Sögu kl. 19:30
Að loknum félagsmálum verður eitthvað skemmtilegt á dagskrá.
Matseðill dagsins eru súpur hússins, kaffi og konfekt.

Annar fundur verður mánudaginn 3. apríl kl. 18:00
Farið verður eitthvað út fyrir Reykjavík, jafnvel í átt til fjalla þar sem skessur og alls konar vættir eru á sveimi, allavega förum við í rútu og njótum samvistanna.

Lokakaffið verður í Sunnusal Hótel Sögu sunnudaginn 14. maí
Mætum allar með köku, brauðtertu og góða skapið.

Aðalfundurinn verður mánudaginn 22. maí í Ársal Hótel Sögu kl. 19:30
Venjuleg aðalfundarstörf, stjórnarkjör og nefndir endurskoðaðar.
Þetta verður síðasti fundur þessarar stjórnar.

Áætluð sumarferð í júní verður dagsferð.
(nánar auglýst síðar)

Verður duglegar að mæta á fundi og taka með okkur gesti, kynnum félagið okkar sem best. Munið "engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn".
Allar nánari upplýsingar hjá stjórninni.


Fréttir frá kvenfélaginu

Starfsemi kvenfélagsins er á fullu. Tveir fundir hafa verið í haust. Októberfundurinn var léttur, allar að hittast eftir sumarlangt frí frá hver annarri. Matseðill tvenns konar súpur og brauð með kaffi og súkkulaði á eftir. Ferðanefndin sagði frá sumarferðinni á Snæfellsnesið og ekki vantaði fjörið þar. Milli 20-30 konur voru í þeirri ferð og skemmtu sér alveg konunglega.

Nóvemberfundurinn var ekki síðri yfir 40 konur borðuðu saman súpu og brauð með kaffi og konfekti á eftir . (Eins og félagar vita færðum við fundartímann til 19:30 í haust og er almenn ánægja með það).

Fjáröflunarnefndin setti upp söluborð á fundinum og var þar margt góðra muna svo sem spilin okkar góðu, merkin af Heimaey, jólakortin sem okkur voru gefin í fyrra og síðast en ekki síst allavega svuntur sem nokkrar flínkar og færar konur saumuðu í haust svona rétt eins og að drekka úr kaffibolla, einnig voru þarna fallega skreyttir eldspítustokkar til að kveikja á jólaljósunum - gerðir af þessum sömu konum.

Undirbúningur Basarsins er á fullu - jafnvel heyrst að konur séu þegar farnar að baka í það minnsta lagterturnar. Þar verður fjölbreytt úrval af heimabökuðum hnallþórum og alls konar góðgæti svo og þeir munir sem taldir voru upp hér á undan. Basarinn verður í göngugötunni í Mjódd 24. og 25. nóvember og eru allir sérlega velkomnir og yndislegt að fá styrk frá ykkur til að styrkja aðra. Enda er Líknarnefndin tekin til starfa og mun kvenfélagið færa um 100 manns glaðning fyrir jólin eins og það hefur alltaf gert.

Nýhafið er ræðunámskeið í kvenfélaginu sem stendur út nóvember er það á mánudögum frá 16-18 og svo kannski framhald eftir áramót.

Skemmtinefndin er langt komin með að skipuleggja jólafundinn sem verður 5. des. Eru konur hvattar til að fjölmenna á þann fund og taka með sér gesti. Skráning er hafin hjá stjórn og skemmtinefnd.

Ef spurningar vakna þá endilega hafið samband við stjórn.

Með vinsemd og virðingu,
Gyða Steingrímsd.


Haust 2005

Ágætu Heimaeyjarkonur !

Vonum að allar hafi átt gott sumar þótt köflótt hafi verið í veðráttunni. Það eykur lífsgleðina að víkja öðru hvoru frá viðteknum venjum. Stjórnin er sammála, ásamt meirihluta félagskvenna, að færa fundina um klukkustund og hafa súpu, brauð og kaffi eða pinnamat í staðinn fyrir kaffi og köku. Sjá hvernig það reynist alla vega fram að jólafundi. Fundirnir verða á Hótel Sögu eins og undanfarin ár og verðið einnig hið sama Kr. 1.200,-

Fyrsti fundur verður mánudaginn 3. okt. kl. 19.30 í Ársal Hótel Sögu.
Félagsmálin verða á sínum stað, ferðasaga sumarsins og fl.

Annar fundur verður mánudaginn 7. nóv. kl. 19.30 í Ársal Hótel Sögu.
Þá fer að líða að jólastemningunni og við að huga að aðventunni og ræða um hina árlegu jólasölu okkar sem verður í „Mjóddinni” 24 og 25 nóvember. Umræður og gamanmál.

Þriðji fundur er Jólafundurinn mánudaginn 5. des. kl. 19.00 í Sunnusal Hótel Sögu.
Jólastemningin komin á fullt með jólahlaðborði - möndlugjöf - happadrætti - litlu jólapökkunum – jólahugvekju, gleði og gaman.

Verið duglegar að sækja fundi og taka með ykkur gesti.
Nýjar félagskonur eru velkomnar og munið að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn.

Fundirnir verða auglýstir í dálk Morgunblaðsins „Staður og Stund” sunnudag fyrir hvern fund.

Bestu kveðjur og við hlökkum til að sjá ykkur

  • Gyða         sími 586-2174 / 865 4507 (GSM)
  • Sigríður     sími 552-1153 / 899 1153 (GSM)
  • Ágústa      sími 557-8575 / 692 4175 (GSM)

Vetur og vor 2005

Fyrsti fundur ársins er mánudaginn 7. mars í Ársal Hótel Sögu kl. 20:30.
Karl Sigurbjörnsson - skartgripasalinn - kemur, sýnir okkur og selur margt fallegt.
Dagskrá fundarins er umræður um félagið. Hvernig viljum við hafa starfsemi félagsins? Viljum við breytingar? Heimasíða félagsins o.fl. Uppástungur vel þegnar. Svo er að sjálfsögðu kaffi og spjall.

Annar fundur er óvissuferð, mánudaginn 4. apríl kl. 18:00.
Farið verður í rútu og fundurinn haldinn utan Reykjavíkurumdæmis. Mætið allar á marsfundinn til að heyra meira um það.

Lokakaffið verður í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 1. maí.
Mætum allar með köku, brauðtertu og góða skapið.

Aðalfundurinn verður mánudaginn 23. maí í Ársal Hótel Sögu kl. 20:30.
Venjuleg aðalfundarstörf, stjórnarkjör og nefndir endurskoðaðar.
Eitthvað skemmtilegt eftir félagsmálin.

Sumarferðin í júní verður helgarferð (gaman gaman)
(nánar auglýst síðar)

Fundir auglýstir í "Staður og stund" í Morgunblaðinu sunnudag fyrir hvern fund.
Verum duglegar að mæta á fundi og taka með okkur gesti, kynnum félagið okkar sem best.
Munið heimasíðu okkar. Heimaey.org
Allar nánari upplýsingar hjá stjórninni.

Áríðandi tilkynning: Vegna vinnslu á nýju félagatali eru konur vinsamlegast beðnar að koma breytingum á heimilisföngum, símum og GSM-símum til stjórnarinnar og ef konur eru tölvuvæddar að gefa upp póstfang (e-mail).

Bestu kveðjur og hlökkum til að sjá ykkur

Gyða         sími: 586 2174
Ágústa      sími: 557 8575
Sigríður    sími: 552 1153


Jólafundur Kvenfélagsins
Jólafundurinn var í Sunnusal Hótel Sögu mánudaginn 6. desember.
Í boði var mjög fjölbreytt jólahlaðborð - 30 réttir.
Efni fundarins:

  • Danssýning
  • Happdrætti með mörgum skemmtilegum vinningum í boði vinveittra fyrirtækja
  • Ólafur Jóhann, guðfræðinemi frá Vestmannaeyjum, flutti okkur erindi.

Myndir frá fundinum


Kvenfélagið Heimaey með kökusölu
Árleg kökusala í Mjóddinni var fimmtudaginn 25. nóvember og föstudaginn 26. nóvember.
Salan gekk gríðarlega vel. Greinilegt er að hún hefur fest sig í sessi. Fólk kemur árlega til að kaupa kökur og spyr jafnvel um sortir sem það hafði fengið á fyrri kökusölum. Fyrirtæki í kring kaupa einnig árlega kökur og tertur.
Kvenfélagið vill þakka öllum sem lagt hafa góðu málefni lið.

Comments