Vorið 2017

posted Feb 27, 2017, 3:48 PM by Vefstjóri heimasíðu

Ágæta félagskona

Nýtt ár er hafið og mál að huga að dagskrá félagsins til vors. Fundarstaður verður eins og áður Grand Hótel.

Mánudagur 6. mars kl. 19:00 - Fundur

Fundur hefst með kvöldverði. Að honum loknum mun Gunnhildur Hrólfsdóttir rifja upp æsku sína á Landagötunni og sýna myndir.

Laugardagur 8. apríl kl. 14:00 - Óvissuferð

Gott væri að konur skráðu sig sem fyrst. Lofað er skemmtilegum eftirmiðdegi og verður lagt af stað frá bílastæðinu fyrir ofan Breiðholtskirkju í Mjódd klukkan 14:00

Sunnudagur 7. maí kl. 14:00-17:00 - Lokakaffi

Vestmannaeyingum gefst þarna tækifæri til að hittast, spjalla og syngja saman í notalegu umhverfi. Upplagt er einnig að bjóða fjölskyldunni í kaffi.

Mánudagur 22. maí kl. 19:00 - Aðalfundur

Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Að þeim loknum verður boðið upp á skemmtiatriði sem auglýst verður á heimasíðu félagsins þegar nær dregur.

Laugardagur 3. júní - Sumarferð

Hin árlega sumarferð er á dagskrá laugardaginn 3. júní. Verður nánar sagt frá ferðinni á fundinum þann 6. mars.


Vegna vonbrigða með að ekki skyldi boðið upp á hlaðborð á síðasta jólafundi óskaði ég eftir fundi með þeim Salvöru ráðstefnustjóra og Ásmundi veitingastjóra á Grand Hótel. Tjáði ég þeim almenna óánægju stjórnar og félagskvenna með matinn. Var þeim vel kunnugt um stöðuna því margar konur höfðu haft samband beint við hótelið og kvartað. Þau Salvör og Ásmundur hörmuðu þau atriði sem miður fóru á jólafundinum og báðust innilega afsökunar á röð mistaka sem áttu sér stað. Fékk ég sent tilboð fyrir jólafundinn í ár sem mér þótti ásættanlegt. Árum saman hafa fundirnir verið haldnir á hótelinu, þjónustan hefur verið lipur og allt viðmót þægilegt. Aðkoma að byggingunni er góð og næg bílastæði. Er það ósk mín að með þessum ráðstöfunum hafi fundist lausn á málinu. Sjá má ítarlegri umfjöllun á heimasíðu og facebook félagsins.

Stjórnin sendir þér og fjölskyldu þinni óskir um farsæld og þakkar þér gefandi samveru á liðnu ári.
Það er von okkar stjórnarkvenna að dagskrá funda sé konum til gleði og fróðleiks og að við njótum þeirra samverustunda sem starfið veitir okkur. Munið einnig að gestir eru hjartanlega velkomnir á fundi.

Bestu kveðjur til ykkar allra,

Gunnhildur s: 863 1367, gunnhildur.hrolfsdottir@gmail.com
Katrín s: 861 8047, katringun@simnet.is
Jóna Björg s: 894 6965, jona.b@simnet.is

Spakmæli: Góð orð eru mikils virði og kosta ekki neitt
Comments