Vorferð Heimaeyjar 2016 – laugardaginn 4. júní

posted May 23, 2016, 7:08 AM by Vefstjóri heimasíðu   [ updated May 23, 2016, 7:12 AM ]

Meðalfellsvatn – Laugarvatn – Friðheimar - Skálholt - Flúðir

Brottför frá Mjóddinni klukkan 09:00

Ekið sem leið liggur frá Reykjavík um Hvalfjörð að Meðalfellsvatni í Kjós.







Kaffistopp í Kaffi Kjós (hlöðunni á Hjalla).
Þar ætlum við að gæða okkur á kaffi og vöfflum í rólegheitum.










Frá Meðalfellsvatni er ekið um Kjósarskarð og Þingvelli um Lyngdalsheiði að Laugarvatni.

Á Laugarvatni heimsækjum hina nýju heilsulind „Fontana“ þar sem okkur verður sýnd öll aðstaða. Flestir Íslendingar þekkja sögur af gufunni á Laugarvatni. Laugvetningar hófu að baða sig í gufu hversins árið 1929 þegar tveir klefar voru byggðir ofan á hvernum. Þessi hver gefur frá sér bæði mikinn hita og mikla gufu sem fyllir klefana af hita og gufu í gegnum ristar á gólfi. GUFAN enn á sínum stað sem hluti af hinu nýja svæði með bættri aðstöðu og þjónustu.

Þá munum við einnig kíkja í „bakaríið” sem þeir kjósa að kalla svo, en á staðnum er bakað sérstakt rúgbrauð í fjörunni við Laugarvatn sem við fáum að kynnast og bragða á.


Frá Laugarvatni ökum við í átt að Reykholti þar sem við munum heimsækja Friðheima og fræðast um tómataræktun og nýtingu hreinu orkunnar okkar.
Eftir fræðslu um ylræktina verður sest niður í gróðurhúsinu þar sem borin verður fram tómatsúpa og brauð.









Frá Friðheimum liggur leiðin um Skálholt þar sem okkur gefst tími til að skoða kirkjuna og Þorláksbúð.







Frá Skálholti höldum við til Flúðir.

Þar heimsækjum við listakonuna Önnu Magnúsdóttur í Bjarkarhlíð, en hún málar myndir og á steina.






Kvöldverður á Icelandair Hótel Flúðum.


Áætluð koma til Reykjavíkur er kl. 19:00


Verð: kr. 10.000 á mann.

Innifalið í verði:
  • Allur akstur í langferðabíl
  • Kaffi og meðlæti í Kaffi Kjós (hlöðunni á Hjalla)
  • Rúgbrauðssmakk hjá Fontana á Laugarvatni
  • Fræðsla um tómatarækt á Friðheimum
  • Tómatsúpa og brauð í Friðheimum
  • Heimsóknir á þá staði sem nefndir eru í ferðalýsingu.
  • Kvöldverður á Hótel Flúðum
Skráning:
Hægt er að skrá sig í ferðina hjá:
  • Birna Ólafsdóttir sími: 863-9472
  • Ásta Ólafsdóttir Sími: 898-7707
  • Ingibjörg H Sverrisdóttir Sími: 861-2748
Greiðslumátar:
Ferðin greiðist með peningum við brottför.
Comments