posted Feb 25, 2015, 7:37 AM by Vefstjóri heimasíðu
Einu sinni enn er nýtt ár gengið í garð, með nýjum væntingum og vonandi gleði. Stjórnin sendir ykkur og ykkar fjölskyldum bestu nýársóskir með þakklæti fyrir góða og skemmtilega samveru á liðnu ári. Við höldum áfram að hittast á Grand Hótel á mánudögum kl. 19:00. Þar höfum við verið velkomnar og vel tekið á móti okkur. - Mánudaginn 2. mars kl. 19:00 byrjum við að vanda með sameiginlegum kvöldverði. Svo kemur Sigríður Arnardóttir eða Sirrý eins og hún er kölluð, til okkar og flytur erindið "Laðaðu til þín það góða" sem okkur í stjórninni finnst spennandi.
- Laugardaginn 11. apríl (laugardaginn eftir páska) er óvissuferðin okkar og þá þurfa félagskonur að skrá sig tímanlega í ferðina svo hægt sé að panta rútu við hæfi.
Lagt verður af stað frá bílastæðinu fyrir aftan kirkjuna í Mjóddinni kl. 14:00. - Sunnudaginn 10. maí er Lokakaffið á Grand Hótel kl. 14:00-17:00, frábært veislukaffi hjá þeim og kjörið tækifæri til að hitta Vestmannaeyinga og spjalla yfir góðum kaffisopa. Líka gott tækifæri til að bjóða fjölskyldunni í kaffi.
- Mánudaginn 18. maí kl. 19:00 er aðalfundur með venjuleg aðalfundarstörf. Þá þarf að kjósa nýja stjórn til 3ja ára og vonandi eru einhverjar sem eru tilbúnar í slaginn. Þetta er verðugt verkefni fyrir vinkonur eða mæðgur að taka þetta að sér, gefandi og lærdómsríkt. Svo verður eitthvað til skemmtunar eftir aðalfundastörfin sem verður sett á heimasíðuna okkar www.heimaey.org þegar nær dregur.
Svo er sumarferðin okkar næst á dagskrá í júní. Nýja ferðanefndin stefnir á dagsferð þetta árið og verður sagt nánar frá ferðinni á heimasíðunni og á aðalfundinum. Á þessu ári þarf að prenta nýja félagaskrá því síðasta skráin er orðin 3ja ára. Vildum við biðja ykkur að kíkja í skrána sem við notum í dag og athuga hvort einhverju þurfi að breyta hjá ykkur, t.d. heimilisfangi eða tölvupóstfangi og láta okkur í stjórninni vita, annaðhvort með tölvupósti, símtali eða á næstu fundum. Félagaskráin þarf að vera rétt. Svo að lokum vonum við að sjá ykkur sem flestar á fundum því það er svo gaman þegar vel er mætt, mikið spjallað og hlegið og hljómurinn í húsinu eins og í fuglabjargi heima í Eyjum. Það er yndislegt. Munið að gestir eru hjartanlega velkomnir eins og ætíð. Bestu kveðjur til ykkar allra
Dollý 898-0076 skrifstofa@suzuki.is
Sirrý 899-1153 sirryl@simnet.is
Jóna Björg 894-6965 jona.b@simnet.is Spakmæli dagsins: Vel valin orð, sögð á réttu augnabliki eru gleðigjafi. |
|