Ágæta félagskona! Við sendum ykkur og ykkar fjölskyldum okkar bestu óskir um gleðilegt ár með þakklæti fyrir samverustundirnar á liðnum vetri, sem veita okkur mikla gleði og ánægju. Við höldum áfram að hittast á Grand hótel á mánudögum kl. 19:00. Mánudaginn 4. mars kl. 19.oo byrjum við fyrsta fund ársins með sameiginlegum kvöldverði og svo kemur til okkar Vilborg Arna Pólfari í heimsókn. Laugardaginn 6. apríl er óvvissuferðin okkar og er hún í þetta sinn farin til að halda upp á 60 ára afmæli félagsins sem var stofnað í apríl 1953. Þá hittumst við í Mjóddinni og leggjum af stað út í óvissuna kl. 14.oo. Þann dag förum við í betri fötin og höldum veislu saman á frábærum stað og njótum þess að félagið er ennþá til og lifir góðu lífi. Meiningin er að vera komin aftur í bæinn milli kl. 22.oo – 23.oo. Við vonum að sem flestar sjái sér fært að mæta og taka þátt í afmælisveislunni. Sunnudaginn 12. maí er Lokakaffið á Grand hótel kl. 14.oo – 17.oo, veislukaffi að hætti Grand Hótels. Tilvalinn staður til að hitta Vestmannaeyinga og spjalla yfir góðum kaffisopa. Endilega taka með sér fjölskyldu eða vini. Mánudaginn 27. maí kl 19.oo er aðalfundurinn með venjuleg aðalfundarstörf. Ekki þarf að kjósa í stjórn eða nefndir þettar árið svo við ættum að hafa meiri tíma til að gera eitthvað skemmtilegt. Það verður kynnt á heimasíðunni okkar þegar nær dregur. Svo er komið að sumarferðinni okkar sem verður farin til Vestmannaeyja á Goslokahátíð 5. - 7. júlí. Eins og sagt var frá í síðasta bréfi þá er búið að taka frá Hótel Hamar frá kjallara upp í kvist, 14 herbergi, og nú þarf hver og ein að ákveða hvenær hún fer til Eyja, því sennilega förum við ekki allar á sama tíma til eða frá Vestmannaeyjum. Herjólfur byrjar að taka við pöntunum 6. mars. Einnig þarf ferðanefndin að vita hvað margar verða í gistingu á Hótel Hamri ekki seinna en 15. júní. Svo vonumst við að við sjáum ykkur sem oftast á fundum í vor, því maður er manns gaman eins og þið vitið. Það er alltaf svo góður andi í húsinu þegar við hittumst, mikið talað og hlegið eins og konum úr Eyjum er tamt. Gestir eru alltaf velkomnir á fundi. Bestu kveðjur Sólveig 898-0076 Sirrý 899-1153 Jóna Björg 894-6965 Spakmæli dagsins: Lærum að meta litlu hlutina í lífi okkar, því það kemur að því að við lítum til baka og sjáum að þessir litlu hlutir skiptu okkur miklu máli |