Ágæta félagskona! Sendum þér og þínum bestu óskir um gleðilegt ár, og þökkum ánægjulegt samstarf á liðnu ári og vonum að nýja árið verði okkur gott,gjöfult og að við eigum í vændum margar góðar samverustundir á þessu nýbyrjaða ári. Við höldum áfram með svipuðu sniði, fundirnir verða á Grand Hótel Gullteigi á mánudögum kl.19:00 og við byrjum á því að borða saman. Mánudaginn 5. mars kl.19:00 Við munum byrja fyrsta fund ársins á því að borða saman og ræða félagsstarfið. Einnig komum við til með að fá góðan gest, væntanlega hana Gerði Kristnýju rithöfund. Mánudaginn 16. apríl Óvissuferð Í ár munum við breyta ögn útaf vananum og hafa okkar árlegu óvissuferð á mánudegi. Við munum hittast fyrir utan kirkjuna í Mjódd kl.18:00 og við tekur svo klukkustundar óvissuakstur á þann stað er við munum snæða saman og eiga góðar stundir. Áríðandi er að skrá sig í síðasta lagi viku fyrir ferðina. Sunnudaginn 13. maí Lokakaffið á Grandhóteli kl.14:00 – 17:00 Veislukaffi að hætti Grand hótels. Gott tækifæri til að hittast og gleðjast saman með fjölskyldu og vinum. Komið endilega sem allra flestar með fólkið ykkar. Hittumst hress. Mánudaginn 21. maí kl. 19:00 Aðalfundur. Venjuleg aðalfundarstörf, stjórnar-og nefndakosning. Farið yfir starfsárið, nýjar hugmyndir ræddar og ný stjórn tekur við. Sumarferðin 23. júní Nánar verður fjallað um hana þegar að nær dregur. Vonum að þið verðið duglegar að mæta á fundina okkar og njóta þess að eiga góðar stundir saman. Allar góðar hugmyndir um félagsstarfið eru vel þegnar. Hittumst hressar, bestu kveðjur. Gerður 557-1517 / 694-6725 Jóna Björg 431-1565 / 894-6965 Palda 554-1628 / 895-1328 Fernt er gott í heimi hér: gamall viður í arineld, gamalt vín að dreypa á, gamlar bækur að glugga í og gamlir vinir sem treysta má á. |