Þá er komið að því að segja frá sumarferðinni og verður farið í Þórsmörk sunnudaginn 22. júní. Það verður lagt af stað frá Mjóddinni á bílastæðinu fyrir aftan kirkjuna kl. 10:00 eins og vanalega. Við erum búnar að fá góða rútu sem kemst með góðu móti í Mörkina. Það er bara yfir eina á að fara og er hún venjulega enginn farartálmi. Við tökum stefnuna austur fyrir fjall og stoppum á leiðinni, annaðhvort í Hveragerði eða Selfossi svona til að liðka fæturnar. Svo verður súpa og brauð, sennilega á Hellu, það á eftir að negla það niður. Það tekur um 3 tíma að keyra í Mörkina án þess að stoppa, en við höfum daginn fyrir okkur. Eftir súpuna höldum við aftur af stað sem leið liggur yfir Markarfljót og kíkjum á Seljalandsfoss ef vilji er fyrir því. Svo höldum við sem leið liggur í Mörkina í Bása þar sem Útivist er með aðstöðu. Við erum búnar að fá leyfi til að nesta við skálann, annaðhvort á pallinum eða í stóru tjaldi sem er þarna á svæðinu ef eitthvað er að veðri. Við verðum með samlokur og eitthvað sætt á eftir, en við biðjum ykkur að hafa með ykkur það sem þið viljið drekka með samlokunum. Það er mjög þægilegt að vera í Básum, það þarf enginn að ganga nema vilji sé fyrir því, allt slétt í kringum skálann. Maður þarf ekkert að fara til þess að njóta náttúrunnar, hún er allt í kringum okkur. Við getum bara sest á næstu þúfu og notið útsýnisins. Við vonum að sem flestar geti komið með okkur í þessa ferð. Stjórnin sér um þessa ferð vegna þess að ferðanefndin varð óvirk vegna veikinda. Símar hjá stjórninni eru :
|