Sumarferðin 13. júní

posted May 27, 2015, 4:11 PM by Vefstjóri heimasíðu
Kæru kvenfélagskonur!

Sumarferð félagsins verður laugardaginn 13. júní og verður lagt af stað frá kirkjunni í Mjódd kl. 10:00.

Ekið verður sem leið liggur um Hvalfjarðargöng, Norðurárdal, Holtavörðuheilði og á Borðeyri við Hrútafjörð. Þar bíður okkar hádegisverður. Að honum loknum verður haldið áfram yfir Laxárdalsheiði. Í Haukadal verður áð og litast um á söguslóðum þar sem bærinn Eiríksstaðir hefur verið byggður í fornum stíl. Við heimsækjum Erpsstaði þar sem hægt er að kaupa kaffi, ís og skyrkonfekt. Við keyrum svo í Borgarnes þar sem við litumst um á Landnámssetrinu.
 
Um leið og við nótum þess að gleðjast saman þennan dag fræðumst við um svæðið sem við ökum um. Af mörgu er að taka því við förum bæði um söguslóðir Íslendingasagna og gætum hitt á heiðum bæði drauga og galdramenn.
Það er um að gera að skrá sig sem fyrst.

Í ferðanefnd eru:
  • Gunnhildur s. 863 1367
  • Marý s. 481 1568
  • Gunný s. 557 5539 og 863 6439
Comments