Sumarferðin 23. Júní 2012

posted Jun 4, 2012, 1:32 AM by Vefstjóri heimasíðu   [ updated Jun 4, 2012, 1:38 AM ]

Komið þið sælar og blessaðar.

Þá fer að styttast í dagsferðina okkar sem verður farin 23. júní n.k.  Við erum búnar að spá og spekulera hvert sé hægt að fara í dagsferð sem við erum ekki búnar að fara áður og þá komu Landmannalaugar upp í hugann.
Og þá var það ákveðið.  Við leggum af stað kl. 10 frá Mjóddinni eins og vanalega og keyrum yfir Hellisheiðina, í gegnum Selfoss og á Skeiðaveginn þangað til við komum að vegamótum  í Gnjúpverjahrepp.  Keyrum upp Gnjúpverjahrepp og í Þjórsárdalinn.  Þar er margt að skoða t.d. Hjálparfoss, StöngÞjóðveldisbæinn og kannski eitthvað fleira sem við eigum eftir að skoða betur. Um tvö leitið bíður okkur heit kjötsúpa með brauði og kaffi á eftir,  á Hótel Hrauneyjum.  Eftir súpuna höldum við áfram í Landmannalaugar og tekur það ca. 1 tíma að keyra þangað frá Hrauneyjum er mér sagt.  Ferðanefndin kemur með samlokur og kannski flatkökur, til að nesta í Landmannalaugum en það væri gott ef þið hefðuð með ykkur kaffi á brúsa eða eitthvað sem hver og ein vill hafa með sér til að drekka með brauðinu.  Svo verðum við auðvitað að finna okkur góðan stað fyrir „Blushið“.  Við prjónum það af fingrum fram eins og venjulega.  Hvort við förum sömu leið til baka þegar við höldum heimleiðis eða keyrum í gegnum Landssveitina, á eftir að koma í ljós.  Það er góður malbikaður vegur alla leið í Hrauneyjar en ómalbikað restina af leiðinni í Landmannalaugar.  Við fáum sennilega góðu bláu rútuna sem við höfðum í Fossatún í apríl s.l.  Ég reikna ekki með að ferðin fari yfir kr. 10.000. en það fer eftir því hvað margar mæta í ferðina því rútan er dýrasti pósturinn og við viljum bara góða rútu og góðan bílstjóra þegar við erum að ferðast.
Við í ferðanefndinni vonum að sem flestar sjái sér fært að koma með okkur í þessa ferð og að veðrið verði okkur hliðhollt.  Ég þori varla að minnast á eldgos,  vona að Hekla haldi niðri í sér andanum fram yfir 23. júní.

Ferðanefndin.
Dollý  sími 898-0076 og vinnusími 568-5100
Sirrý sími 552-1153 og 899-1153
Laufey 431-2260 og 864-5511

Comments