September 2018 - Bréf frá stjórn

posted Sep 18, 2018, 3:24 AM by Vefstjóri heimasíðu   [ updated Sep 18, 2018, 3:24 AM ]

Kæra félagskona

Nú haustar eftir frekar regnvott sumar og styttist í að vetrarstarf félagsins okkar hefjist. Slíkt er alltaf tilhlökkunarefni og verður veturinn okkur vonandi heillaríkur.


Fundir til áramóta verða haldnir fyrsta mánudag hvers mánaðar, þ.e. í október, nóvember og desember. Fundarstaður verður sem áður Grand Hótel og hefjast fundirnir kl. 19:00. Dagskrá verður auglýst á vef félagsins (heimaey.org) og á Facebook.

 

Fundir verða sem hér segir:

  • Mánudaginn 1. október kl. 19:00
  • Mánudaginn 5. nóvember kl. 19:00
  • Mánudaginn 3. desember – jólafundur – kl. 19:00

Á októberfundinn fáum við góðan gest, Þórlind Kjartansson. Fyrirlestur hans nefnist „Skjól við móðurhjartað.“ Þórlindur er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Katrínar Þórlindsdóttur og sr. Kjartans Sigurbjörnssonar. Margrét Erla Maack mun liðka mjaðmir og kitla hláturtaugar með örnámskeiði í magadansi á nóvemberfundinum. Magadansinn liðkar bak og hentar afarvel á kvenfélagsskemmtun þar sem allir líkamar fá notið sín í dansinum og allt er hrist sem venjulega er haldið inni. Margrét kennir undirstöðuatriði í magadansi með húmorinn að leiðarljósi. Sjarmi, elegans, hossur, hristur, tækni, tjútt og taktvísi.

Heimilistónar munu óma um salinn á jólafundinum. Heimilistónar er íslensk kvennahljómsveit stofnuð 1997. Meðlimir hljómsveitarinnar eru leikkonurnar Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Ólafía Jónsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir. Það er von okkar í stjórninni að þú hafir ánægju af starfinu og komir með tillögur að nýjungum því alltaf má gera gott betra. Hittumst hressar og gleðjumst á góðum samverustundum í vetur. Bestu kveðjur,

Gunnhildur s. 863 1367 gunnhildur.hrolfsdottir@gmail.com

Katrín s. 861 8047 katringun@simnet.is

Ingibjörg s.586 2748 og 861 2748 ihs@mi.is