Menningarvaka eldri borgara 26. Febrúar kl. 18 í Seljakirkju.

posted Feb 23, 2013, 4:29 AM by Vefstjóri heimasíðu

Þriðjudaginn 26. febrúar verður næsta menningarvaka eldri borgara.  Að þessu sinni munum við minnast þess að 40 ár eru liðin frá eldsumbrotum á Heimaey og mun Arnþór Helgason segja okkur frá minningum sínum frá  gosinu og í kjölfarið mun Tómas Guðni leika fyrir okkur dægurlagaperlur Eyjanna. Að samverunni lokinni verður gengið í safnaðarsalinn, þar sem neytt verður góðrar máltíðar að hætti Lárusar Loftssonar.
 
Ólafur Jóhann Borgþórsson prestur Seljakirkju.
Comments