Jólahlaðborð 2. desember

posted Nov 21, 2013, 2:05 PM by Vefstjóri heimasíðu
Nú er loksins komið verðið á Jólahlaðborðið okkar 2. des.  og verður það kr. 6.600.  hækkað um kr. 100. síðan í fyrra og er það vel sloppið.  Við vonum að sem flestar félagskonur sjái sér fært að koma og eiga skemmtilegt kvöld saman.
Skemmtinefndin er á fullu að safna vinningum í happdrættinu og svo koma 3 ungar konur og syngja nokkur jólalög.  Að lokum kemur Sr. Auður Eir með hugvekju.

Munið svo eftir litlu jólapökkunum!

Stjórnin.
Comments