Kæru félagskonur í Kvenfélaginu Heimaey.Jólafundur félagsins verður haldinn á Grand Hótel mánudaginn 7. desember. Verðið á jólahlaðborði er kr. 6.900. - Séra Hjálmar Jónsson, Dómkirkjuprestur les jólahugvekju.
- Bjartmar Guðlaugsson flytur okkur nokkur af sínum bestu lögum.
- Dregið verður í jólahappdrættinu.
Svo minni ég konur á að taka með sér lítinn jólapakka.
Gunnhildur Hrólfsdóttir, formaður |