Jólafundur, 1. desember 2014

posted Nov 14, 2014, 4:45 PM by Vefstjóri heimasíðu

Kæru félagskonur!
Við minnum ykkur á jólafundinn, mánudaginn 1. desember kl. 19:00 á Grand Hotel
Jólahlaðborðið kostar kr. 6.700,- og verður með svipuðu sniði og í fyrra. Mandlan verður í Ris a la mande desertinum og sú heppna fær möndlugjöf.
Skemmtinefndin er á fullu að leita að happdrættisvinningum og verður dregið í happdrættinu fljótlega eftir matinn.  Ekki gleyma litlu jólapökkunum, þeim verður útbýtt eftir happdrættið. Svo verður jólahugvekja og að lokum kemur Svavar Knútur og skemmtir okkur með söng og fleira skemmtilegu.
Vonum að sem flestar félagskonur geti komið á jólafundinn og átt skemmtilegt kvöld saman.  Endilega takið með ykkur gesti.
Við þurfum að láta Grand Hotel vita fjöldann sem kemur á hlaðborðið, svo ef þið eruð ekki búnar að skrá ykkur þá bara hringja í einhverja af okkur í stjórninni.
Það þarf að vera búið að skrá sig fyrir 29. nóvember.

Sólveig s. 898-0076
Sirrý s. 899-1153
Jóna Björg s. 894-6965

Comments