Haustið 2010 - Dagskrá

posted Oct 8, 2010, 3:09 PM by Kvenfélagið Heimaey   [ updated Oct 8, 2010, 3:11 PM ]
Ágæta félagskona!
Sumri hallar hausta fer og senn líður að okkar fyrsta félagsfundi. Við vonum að sumarið hafi verið ykkur gott a.m.k. veðurfarslega. Við hlökkum til að hitta ykkur hressar og kátar sem fyrr. 
Við höldum áfram með svipuðu sniði, fundirnir verða á Grand Hótel Gullteigi á mánudögum kl.19.00 og við byrjum á því að borða saman.

Mánudaginn 4. Október kl.19.00 
Sólveig Guðjónsdóttir rifjar upp ferðasöguna úr sumarferð okkar, Steinar Júlíusson segir okkur nokkrar gamlar sögur frá Eyjum.

Mánudaginn 8. Nóvember kl.19.00 
Kristín Ástgeirsdóttir flytur okkur minningabrot frá Eyjum.

Mánudaginn 6. Desember Kl.19.00
Jólafundurinn okkar (athugið breyttan fundartíma) 
Við fáum jólahugvekju sem ungur prestur flytur okkur, Rósalind Gísladóttir syngur nokkur lög, jólahappdrætti með góðum vinningum og svo tökum við að sjálfsögðu með okkur einn lítinn jólapakka.
 

Vonum að þið verðið duglegar að mæta á fundina okkar og njóta þess að eiga góðar stundir saman. Munum að með því að taka virkan þátt í félagsstarfinu eflum við, bætum og kætum félagsandann JJJ og ekki skemmir fyrir að hafa með sér gesti.

Bestu kveðjur.

Gerður   557-1517  gerdurerla@talnet.is
Jóna Björg   431-1565  jona.b@simnet.is
Palda   554-1628  mossel@simnet.is
 

Enginn gefur vinum sínum hlutdeild í gleði sinni
án þess að verða þeim mun ríkari af fögnuði.
Og enginn deilir sorg sinni með vinum sínum að 
sorgir hans léttist ekki að miklum mun.
Bacon
Comments