Sumarferð Kvenfélagsins Heimaeyjar 25. og 26. júní 2011

posted May 25, 2011, 7:53 PM by Vefstjóri heimasíðu   [ updated Jun 23, 2011, 1:51 PM ]
Kæru félagskonur

Það er útseð að það verður ekki búið að opna Fjallabaksleið á réttum tíma vegna snjóa, svo nú er komið að plani B.  Lagt verður af stað eins og áætlað var frá Mjóddinni kl. 10 f.h.  Keyrt verður eins og leið liggur að Akranesi og fyrsta stopp verður hjá Jónu Björgu ritara félagsins og ætlar hún ásamt Laufeyju að bjóða okkur í seinna morgunkaffi ásamt meðlæti.  Þaðan förum við til Stykkishólms og skoðum okkur um.  Þar eru tvær kirkjur, eldfjallasafn, vatnasafn, listagallerí og fleira.  Svo verður Skógarströndin keyrð að Laugum í Sælingsdal og þar verður borðaður kvöldverður og gist um nóttina.  Takið með ykkur sundföt því þar er sundlaug og heitur pottur.  Eftir morgunverð daginn eftir verður Fellsströndin og Skarðströndin farin og skoðað það sem er áhugavert  t.d. Dagverðarnesið á Fellsströnd.  Þar er fjölbreytt fuglalíf og þar sér yfir margar Breiðafjarðareyjarnar.  Svo kemur í ljós hvaða leið verður farin til Reykjavíkur, því það er um nokkrar leiðir að velja.  Fer það eftir tíma og veðri.
Ég vona að þið séuð sáttar við ferðaáætlunina úr því sem komið er.  Það er ekki hægt að fara í austurátt vegna öskufoks ef hreyfir vind svo vesturlandið varð fyrir valinu.  Sælingsdalur er nálægt Búðardal og samkvæmt Laxdælu er þetta svæði mikill sögustaður.

Við gátum tekið frá gistipláss fyrir ca. 34 konur og það er enn laust pláss fyrir 6 til 8 konur og við þurfum að láta vita um fjöldann ekki seinna en f.h. á miðvikudag.  Einnig ef einhverjar sem voru búnar að panta en geta ekki komið, að láta ferðanefndina vita sem fyrst.  Ferðin kostar kr. 20.000. á mann, innif. er rútuferðin, kvöldmatur, gisting og morgunmatur.  Vinsamlegast greiðið með peningum því það er svo dýrt fyrir félagið að vera með posa.

Sjáumst að morgni 25. júní hressar og kátar eins og vanalega og munið eftir söngbókunum.

Kærar kveðjur frá ferðanefndinni
Dollý sími 898-0076  vinnu 568-5100
Sirrý sími 899-1153 og 552-1153
Laufey sími 431-2260
Comments