Mánudaginn 7. mars kl. 19:00.Fundur hefst með kvöldverði. Að honum loknum fáum við góða gesti sem eru konur úr Félagi Nepalbúa á Íslandi. Þær ætla að mæta í þjóðbúningum, kynna land sitt og þjóð og segja okkur hvernig það atvikaðist að þær fluttu til Íslands. Það er forvitnilegt fyrir okkur Íslendinga að fá innsýn í menningu framandi þjóða og kynnast einstaklingum sem hafa af ýmsum ástæðum sest að hér á landi. |