Félagsfundur 1. apríl !

posted Mar 26, 2019, 4:09 PM by Vefstjóri heimasíðu

Ágætu félagskonur!

Við minnum á fundinn næsta mánudag þann 1. apríl kl. 19 á Grand Hótel.

Munið að skrá ykkur með því að senda tölvupóst á netfangið:heimaey.kvenfelag@gmail.com

Þær sem ekki hafa netfang geta hringt milli 18 og 21 til að skrá sig í síma 861-2748
eða sent SMS í sama símanúmer.

Fyrirlesarinn að þessu sinni, Ingibjörg Þórðardóttir, segir frá æskuslóðum sínum í miðbænum.
Nafnið á fyrirlestri hennar er: Bernskuminningar úr Eyjum.

Endilega takið með ykkur gesti á fundinn.

Með kveðju og von um að sjá ykkur sem flestar á fundinum.
f.h. stjórnar
Ingibjörg Sverrisdóttir
Comments