Ágæta félagskona!
Nú er langt liðið á Þorra og tímabært að kynna dagskrá félagsins til vors. Fundarstaður verður
eins og áður Grand Hótel.
Mánudaginn 5. mars kl. 19:00.
Fundur hefst meó kvöldverði. Að honum loknum munu þær Guðrún Margrét Einarsdóttir og Anna Sólveig Óskarsdóttir rifja upp æsku sína og sýna myndir. Ber fyrirlesturinn heitið „Lífið á Faxastígnum." Ferðanefnd mun einnig gera grein
fyrir sumarferð félagsins á Goslokahátíðina.
Laugardaginn 7. apríl kl. 19:00
Óvissufundur á Kringlukránni. Áríðandi er að konur skrái sig hafi þæer hug á að mæta, annað hvort á marsfundinum eða hjá stjómarkonum.
Sunnudaginn 6.maí kl. 14:00-17:00
Lokakaffið á Grand Hótel. Vestmannaeyingum gefst þarna tækifæri til að hittast, spjalla og syngja saman í notalegu umhverfi. Upplagt er einnig að bjóða fjölskyldunni í kaffi.
Mánudaginn 14. maí kl. 19:00
Aðalfundur. Á dagskrá veróa hefðbundin aðalfundarstörf. Að þeim loknum verður boðið upp á tískusýningu.
Hin árlega sumarferð er fyrirhuguð á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum.
Við minnum á heimasíðu félagsins www.heimaey.org sem og facebook síðuna en á báðum þessum síðum er greint frá atburðum í starfi félagsins.
Stjómin sendir þér og fjölskyldu þinni óskir um farsæld og þakkar þér gefandi samveru á liðnu ári.
Það er von okkar stjómarkvenna að dagskrá funda sé konum til gleði og fróðleiks og að við njótum þeirra samverustunda sem starfið veitir okkur. Munið einnig að gestir eru hjartanlega velkomnir á fundi.
Bestu kveðjur til ykkar allra,
Gunnhildur s. 863 1367 gunnhildur.hrolfsdottir@gmail.com
Guðrún s. 853 7126 gbjarkadottir@gmail.com
Jóna Björg s. 894 6965 jona.b@simnet.is
Spakmæli: Vinátta og slúður ... það besta með kaffinu !