Ágæta félagskona!
Nýtt ár er nú gengið í garð fyrir nokkru með tilheyrandi áramótaheitum, væntingum og gleði. Þorri minnti á sig með snjókomu og kulda en nú er Góa hafin og daginn farið að lengja verulega. Fyrsti fundur ársins verður haldinn þann 7. mars og eins og áður er fundarstaðurinn Grand Hótel þar sem þörfum og óskum félagskvenna hefur verið vel sinnt.
Mánudaginn 7. mars kl. 19:00
Fundur hefst með kvöldverði. Að kvöldverði loknum fáum við góða gesti sem eru konur úr Félagi Nepalbúa á Íslandi. Þær ætla að mæta í þjóðbúningum, kynna land sitt og þjóð og segja okkur hvernig það atvikaðist að þær fluttu til Íslands. Það er forvitnilegt fyrir okkur Íslendinga að fá innsýn í menningu framandi þjóða og kynnast einstaklingum sem hafa af ýmsum ástæðum sest að hér á landi.
Laugardaginn 9. apríl kl. 10:00
Óvissuferð fyrirhuguð. Nauðsynlegt er að konur skrái sig sem fyrst. Lofað er skemmtilegri ferð út í óvissuna og verður lagt af stað frá bílastæðingu fyrir ofan Breiðholtskirkju í Mjódd klukkan 10:00.
Sunnudaginn 8. maí kl. 14-17
Lokakaffið á Grand Hótel kl. 14:00 - 17:00. Kaffisopinn indæll er og meðlætið afbragðsgott. Vestmannaeyingum gefst þarna tækifæri til að hittast og spjalla saman í notalegu umhverfi. Upplagt er einnig að bjóða fjölskyldunni í kaffi.
Mánudaginn 23. maí kl. 19:00
Aðalfundur félagsins verður haldinn. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Að þeim loknum verður boðið upp á skemmtiatriði sem auglýst verður á hér á heimasíðu félagsins þegar nær dregur.
Laugardaginn 4. júní
Sumarferðin er á dagskrá laugardaginn 4. júní. Verður sagt nánar frá ferðinni á fundinum þann 7. mars.
Stjórnin sendir þér og fjölskyldu þinni óskir um farsæld og þakkar þér fyrir góða og gefandi samveru á liðnu ári.
Það er ósk okkar stjórnarkvenna að dagskrá funda sé konum til gleði og fróðleiks og að við njótum þeirra samverustunda sem starfið veitir okkur. Munið einnig að gestir eru hjartanlega velkomnir á fundi.
Bestu kveðjur til ykkar allra
Gunnhildur s. 863 1367 - gunnhildur.hrolfsdottir@gmail.com
Katrín s. 861 8047 - katringun@simnet.is
Jóna Björg s. 894 6965 - jona.b@simnet.is
Spakmæli: Þetta er minnisverður dagur - af því að hann kemur aldrei aftur