Kæru félagskonur Við látum ekki deigan síga þótt veðurguðir hafi meinað okkur að hittast þann 7. desember. Mánudaginn 14. desember mætum við í jólaskapi kl 18:30 á Grand Hótel og gleðjumst saman. Fordrykkur verður í boði hússins, verð á kvöldverði er kr. 6.900,- og er það aðeins 200 kr. hækkun frá síðasta ári. Við hlýðum á jólahugvekju séra Arnþrúðar Steinunnar Björnsdóttur, Bjartmar Guðlaugsson, sem hlakkaði til að hitta okkur s.l. mánudag mætir kátur og hress að vanda til að spjalla, segja okkur sögur og syngja lögin sín. Svo verður dregið í happdrættinu og vinningarnir eru ekki af verra taginu; Flugferðir, hótelgistingar, út að borða, merkjavörur og listaverk, svo eitthvað sé nefnt. Miðaverði verður stillt í hóf og verður hver miði á kr. 250. Mætum kátar og hressar. Já, og munum eftir litlu jólapökkunum! Stjórnin |