Bréf til félagskvenna

posted Sep 27, 2016, 11:25 AM by Vefstjóri heimasíðu
Kæra félagskona
Nú er senn liðið veðursælt sumar og styttist í að vetrarstarf félagsins okkar hefjist. Slíkt er alltaf tilhlökkunarefni og verður veturinn okkar vonandi góður og heillaríkur.
Fundir til áramóta verða sem áður haldnir fyrsta mánudag hvers mánaðar, þ.e. í október, nóvember og desember. Fundarstaður verður Grand Hótel og hefjast fundirnir kl. 19:00. Dagskrá verður auglýst á vef félagsins (www.heimaey.org) þegar nær dregur.
 
Fundirnir verða sem hér segir:
  • Mánudaginn 3. október kl. 19:00 í Setrinu
  • Mánudaginn 7. nóvember kl. 19:00 í Setrinu
  • Mánudaginn 5. desember - jólafundur - kl. 19:00
Á októberfundinum fáum við góðan gest, Guðrúnu Hildi Rosenkjær, sem mun segja okkur frá og sýna íslenska þjóðbúninga.
"Æskustöðvar mínar" nefnist fyrirlestur Þuríðar Bernódusdóttur frá Borgarhól í Eyjum sem hún mun flytja á nóvemberfundinum.
Bjarmar Guðlaugsson ætlar svo að mæta á jólafundinn og skemmta okkur með söng og hljóðfæraleik.
Það er von okkar í stjórninni að þú hafir ánægju af starfinu og komir með tillögur að nýjungum, því alltaf má gera gott betra.
 
Hittumst hressar og gleðjumst á góðum samverustundum.
 
Bestu kveðjur
Gunnhildur, s: 863 1367 - gunnhildur.hrolfsdottir@gmail.com
Katrín, s: 861 8047 - katringun@simnet.is
Jóna Björg, s: 431 1565 og 894 6965 - jona.b@simnet.is
Comments