Ágæta félagskona! Nú er nýtt ár hafið og tímabært að kynna dagskrá félagsins til vors. Fundarstaður verður eins og áður Grand Hótel. Mánudaginn 4. mars kl. 19:00 Fundur hefst með kvöldverði. Að honum loknum mun Helgi Bernódusson flytja fyrirlestur. Ferðanefnd mun einnig gera grein fyrir sumarferð félagsins. Mánudaginn 1. apríl kl. 19:00 Fundur hefst með kvöldverði. Að honum loknum mun Ingibjörg Þórðardóttir segja frá æskuslóðum sínum í miðbænum. Sunnudaginn 12. maí kl. 14:00-17:00 Lokakaffið í AKOGES salnum, Lágmúla 4. Vestmannaeyingum gefst þarna tækifæri til að hittast, spjalla og syngja saman í notalegu umhverfi. Upplagt er einnig að bjóða fjölskyldunni í kaffi. Mánudaginn 20. maí kl. 19:00 Aðalfundur Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Að þeim loknum verður boðið upp á tískusýningu frá versluninni Motivo. Við minnum á heimasíðu félagsins www.heimaey.org sem og facebook síðuna en á báðum þessum síðum er greint frá atburðum í starfi félagsins. Nú hafa gengið í gildi þær reglur hjá Grand Hótel að tilkynna verður fjölda á fundum. Er því áríðandi að þær sem eru nettengdar og ætla að mæta sendi tölvupóst á netfangið heimaey.kvenfelag@gmail.com. Þær sem ekki eru nettengdar geta hringt í vikunni fyrir fund í Ingibjörgu Sverrisdóttur ritara í númer 861 2748 eftir kl. 18:00 og til kl. 21:00. Hún mun senda út tölvupóst og auglýsingu á facebook tveimur vikum fyrir fund og ítreka upplýsingar í vikunni fyrir fund. Stjórnin sendir þér og fjölskyldu þinni óskir um farsæld og þakkar þér gefandi samveru á liðnu ári. Það er von okkar stjórnarkvenna að dagskrá funda sé konum til gleði og fróðleiks og að við njótum þeirra samverustunda sem starfið veitir okkur. Munið einnig að gestir eru hjartanlega velkomnir á fundi. Bestu kveðjur til ykkar allra. Gunnhildur s: 863 1367 gunnhildur.hrolfsdottir@gmail.com Katrín s: 861 8047 katringun@simnet.is Ingibjörg s: 861 2748 ish@mi.is Spakmæli: Gleði og ánægja eru jafn nauðsynleg og matur og drykkur. |