Kæra félagskona Nú haustar og styttist í að vetrarstarf félagsins okkar hefjist. Slíkt er alltaf tilhlökkunarefni og verður veturinn okkur vonandi góður og heillaríkur. Fundir til áramóta verða sem áður haldnir fyrsta mánudag hvers mánaðar, þ.e. í október, nóvember og desember. Fundarstaður verður sem áður Grand Hótel og hefjast fundirnir kl. 19:00. Dagskrá verður auglýst á vef félagsins (heimaey.org) og á Facebook. Fundir verða sem hér segir:
„Saga konu sem fæddist í fríríkinu Danzig árið 1929“, nefnist fyrirlestur Erlu Dorisar Halldórsdóttur dr. í sagnfræði sem hún mun flytja okkur á nóvemberfundinum. Fjallar hún um ævi móður sinnar sem kom til Íslands árið 1950 og settist hér að. Bræðurnir Helgi og Hermann Ingi úr hljómsveitinni Logum munu skemmta okkur á jólafundinum. Þeir hafa löngum getið sér gott orð í tónlistinni og leika um þessar mundir með hljómsveitinni Hrafnar. Það er von okkar í stjórninni að þú hafir ánægju af starfinu og komir með tillögur að nýjungum því alltaf má gera gott betra. Hittumst hressar og gleðjumst á góðum samverustundum. Bestu kveðjur, Gunnhildur s. 863 1367 gunnhildur.hrolfsdottir@gmail.com Katrín s. 861 8047 katringun@simnet.is Jóna Björg s. 431 1565 og 894 6965 jona.b@simnet.is |