Ágæta félagskona

posted Sep 20, 2011, 3:44 PM by Vefstjóri heimasíðu
Nú er haustið komið og þá fer að líða að fundunum okkar. Við vonum að þið hafið allar átt gott og  gjöfult sumar. Við hlökkum til að hitta ykkur og vonumst eftir  góðu og skemmtilegu samstarfi, sem fyrr.
Við höldum áfram með svipuðu sniði, fundirnir verða á Grand Hótel Gullteigi á mánudögum Kl.19.00 og við byrjum á því að borða saman.

Mánudaginn 3. október kl.19.00
Sólveig Guðjónsdóttir (Dollý) les ferðasögu um sumarferðinna í júní s.l. Þá munu Margrét Scheving og Þorvaldur Halldórsson koma og flytja nokkur lög.

Mánudaginn 7. nóvember kl.19.00
Þá kemur Heiðar Jónsson  snyrtir með skemmtilega uppákomu.

Mánudaginn 5. desember Kl.19.00 - Jólafundurinn.
Við fáum prest, sem flytur hugvekju og hinir frábæru söngvarar Davíð Ólafsson og Stefán A.Stefánsson munu syngja, happdrættið verður á sínum stað með góðum vinningum og auðvitað tökum við allar með okkur einn lítinn jólapakka, sem við fáum að gleðjast saman yfir.

Vonum að þið verðið duglegar að mæta á fundina og njóta þess að eiga góðar stundir saman. Munum að með því að taka virkan þátt í félagsstarfinum eflum við, bætum og kætum félagsandann og ekki skemmir fyrir að hafa með sér gesti.

Bestu kveðjur.
Gerður  557-1517 / 694-6725
Jóna Björg 431-1565 / 894-6965
Palda  554-1628 / 895-1328


"Enginn gefur vinum sínum hlutdeild í gleði sinni án þess að verða þeim mun ríkari af fögnuði. Og enginn deilir sorg sinni með vinum sínum að sorg hans léttist ekki að miklum mun."
Bacon
Comments