Kæru félagskonur. Fyrsti fundur haustsins var vel sóttur og ánægjulegur. Ásmundur Friðriksson skemmti okkur með frásögnum og upplestri úr bókinni sinni sem hann er með í vinnslu. Sagt var frá sumarferðinni og svo gengu tvær konur í félagið. Á næsta fundi, sem verður 2. nóvember, verður tískusýning frá versluninni Motivo á Selfossi. Jólafundurinn þann 7. desember verður skemmtilegur að vanda. Auk fastra liða mun Bjartmar Guðlaugsson koma á fundinn og syngja fyrir okkur nokkur af lögunum sínum. Verum duglegar að mæta og njóta gefandi samveru og gleði á fundum. Gunnhildur |