Fréttir og tilkynningar

Hér eru birtar helstu fréttir og tilkynningar kvenfélagsins. T.d. tilkynningar um fundi, dagskrár, ferðalög og aðra atburði.
Gamlar fréttir frá því fyrir haustið 2010 er hægt að skoða hér.

September 2018 - Bréf frá stjórn

posted Sep 18, 2018, 3:24 AM by Vefstjóri heimasíðu   [ updated Sep 18, 2018, 3:24 AM ]

Kæra félagskona

Nú haustar eftir frekar regnvott sumar og styttist í að vetrarstarf félagsins okkar hefjist. Slíkt er alltaf tilhlökkunarefni og verður veturinn okkur vonandi heillaríkur.


Fundir til áramóta verða haldnir fyrsta mánudag hvers mánaðar, þ.e. í október, nóvember og desember. Fundarstaður verður sem áður Grand Hótel og hefjast fundirnir kl. 19:00. Dagskrá verður auglýst á vef félagsins (heimaey.org) og á Facebook.

 

Fundir verða sem hér segir:

 • Mánudaginn 1. október kl. 19:00
 • Mánudaginn 5. nóvember kl. 19:00
 • Mánudaginn 3. desember – jólafundur – kl. 19:00

Á októberfundinn fáum við góðan gest, Þórlind Kjartansson. Fyrirlestur hans nefnist „Skjól við móðurhjartað.“ Þórlindur er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Katrínar Þórlindsdóttur og sr. Kjartans Sigurbjörnssonar. Margrét Erla Maack mun liðka mjaðmir og kitla hláturtaugar með örnámskeiði í magadansi á nóvemberfundinum. Magadansinn liðkar bak og hentar afarvel á kvenfélagsskemmtun þar sem allir líkamar fá notið sín í dansinum og allt er hrist sem venjulega er haldið inni. Margrét kennir undirstöðuatriði í magadansi með húmorinn að leiðarljósi. Sjarmi, elegans, hossur, hristur, tækni, tjútt og taktvísi.

Heimilistónar munu óma um salinn á jólafundinum. Heimilistónar er íslensk kvennahljómsveit stofnuð 1997. Meðlimir hljómsveitarinnar eru leikkonurnar Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Ólafía Jónsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir. Það er von okkar í stjórninni að þú hafir ánægju af starfinu og komir með tillögur að nýjungum því alltaf má gera gott betra. Hittumst hressar og gleðjumst á góðum samverustundum í vetur. Bestu kveðjur,

Gunnhildur s. 863 1367 gunnhildur.hrolfsdottir@gmail.com

Katrín s. 861 8047 katringun@simnet.is

Ingibjörg s.586 2748 og 861 2748 ihs@mi.is


Febrúar 2018, bréf frá stjórn

posted Feb 19, 2018, 1:54 AM by Vefstjóri heimasíðu   [ updated Feb 19, 2018, 1:54 AM ]

Ágæta félagskona!

Nú er langt liðið á Þorra og tímabært að kynna dagskrá félagsins til vors. Fundarstaður verður
eins og áður Grand Hótel.

Mánudaginn 5. mars kl. 19:00.
Fundur hefst meó kvöldverði. Að honum loknum munu þær Guðrún Margrét Einarsdóttir og Anna Sólveig Óskarsdóttir rifja upp æsku sína og sýna myndir. Ber fyrirlesturinn heitið „Lífið á Faxastígnum." Ferðanefnd mun einnig gera grein
fyrir sumarferð félagsins á Goslokahátíðina.

Laugardaginn 7. apríl kl. 19:00
Óvissufundur á Kringlukránni. Áríðandi er að konur skrái sig hafi þæer hug á að mæta, annað hvort á marsfundinum eða hjá stjómarkonum.

Sunnudaginn 6.maí kl. 14:00-17:00
Lokakaffið á Grand Hótel. Vestmannaeyingum gefst þarna tækifæri til að hittast, spjalla og syngja saman í notalegu umhverfi. Upplagt er einnig að bjóða fjölskyldunni í kaffi.

Mánudaginn 14. maí kl. 19:00
Aðalfundur. Á dagskrá veróa hefðbundin aðalfundarstörf. Að þeim loknum verður boðið upp á tískusýningu.

Hin árlega sumarferð er fyrirhuguð á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum.

Við minnum á heimasíðu félagsins www.heimaey.org sem og facebook síðuna en á báðum þessum síðum er greint frá atburðum í starfi félagsins.

Stjómin sendir þér og fjölskyldu þinni óskir um farsæld og þakkar þér gefandi samveru á liðnu ári.

Það er von okkar stjómarkvenna að dagskrá funda sé konum til gleði og fróðleiks og að við njótum þeirra samverustunda sem starfið veitir okkur. Munið einnig að gestir eru hjartanlega velkomnir á fundi.

Bestu kveðjur til ykkar allra,

Gunnhildur s. 863 1367 gunnhildur.hrolfsdottir@gmail.com
Guðrún s. 853 7126 gbjarkadottir@gmail.com
Jóna Björg s. 894 6965 jona.b@simnet.is

Spakmæli: Vinátta og slúður ... það besta með kaffinu !

Bréf frá stjórn

posted Sep 13, 2017, 3:03 AM by Vefstjóri heimasíðu

Kæra félagskona

Nú haustar og styttist í að vetrarstarf félagsins okkar hefjist. Slíkt er alltaf tilhlökkunarefni og verður veturinn okkur vonandi góður og heillaríkur.
Fundir til áramóta verða sem áður haldnir fyrsta mánudag hvers mánaðar, þ.e. í október, nóvember og desember. Fundarstaður verður sem áður Grand Hótel og hefjast fundirnir kl. 19:00.
Dagskrá verður auglýst á vef félagsins (heimaey.org) og á Facebook.

Fundir verða sem hér segir:
 • Mánudaginn 2. október kl. 19:00
 • Mánudaginn 6. nóvember kl. 19:00
 • Mánudaginn 4. desember – jólafundur – kl. 19:00
Á októberfundinn fáum við góðan gest, Albert Eiríksson. Fyrirlestur hans nefnist „Borðsiðir, kurteisi og matur.“ Albert er öllum landsmönnum kunnur og heldur úti síðu er nefnist „Í eldhúsinu með hollustuna í fyrirrúmi.“

„Saga konu sem fæddist í fríríkinu Danzig árið 1929“, nefnist fyrirlestur Erlu Dorisar Halldórsdóttur dr. í sagnfræði sem hún mun flytja okkur á nóvemberfundinum. Fjallar hún um ævi móður sinnar sem kom til Íslands árið 1950 og settist hér að.

Bræðurnir Helgi og Hermann Ingi úr hljómsveitinni Logum munu skemmta okkur á jólafundinum. Þeir hafa löngum getið sér gott orð í tónlistinni og leika um þessar mundir með hljómsveitinni Hrafnar.

Það er von okkar í stjórninni að þú hafir ánægju af starfinu og komir með tillögur að nýjungum því alltaf má gera gott betra.
Hittumst hressar og gleðjumst á góðum samverustundum.

Bestu kveðjur,
Gunnhildur s. 863 1367 gunnhildur.hrolfsdottir@gmail.com
Katrín s. 861 8047 katringun@simnet.is
Jóna Björg s. 431 1565 og 894 6965 jona.b@simnet.is

Vorferð/sumarferð fellur niður

posted Apr 21, 2017, 12:36 PM by Vefstjóri heimasíðu   [ updated Apr 24, 2017, 7:49 AM ]

Ágætu félagskonur

Þar sem mjög lítil þátttaka var í fyrirhugaðri vorferð/sumarferð í maí nk. var ákveðið að fella hana niður.

Með sumarkveðju
Ferðanefndin

Vorið 2017

posted Feb 27, 2017, 3:48 PM by Vefstjóri heimasíðu

Ágæta félagskona

Nýtt ár er hafið og mál að huga að dagskrá félagsins til vors. Fundarstaður verður eins og áður Grand Hótel.

Mánudagur 6. mars kl. 19:00 - Fundur

Fundur hefst með kvöldverði. Að honum loknum mun Gunnhildur Hrólfsdóttir rifja upp æsku sína á Landagötunni og sýna myndir.

Laugardagur 8. apríl kl. 14:00 - Óvissuferð

Gott væri að konur skráðu sig sem fyrst. Lofað er skemmtilegum eftirmiðdegi og verður lagt af stað frá bílastæðinu fyrir ofan Breiðholtskirkju í Mjódd klukkan 14:00

Sunnudagur 7. maí kl. 14:00-17:00 - Lokakaffi

Vestmannaeyingum gefst þarna tækifæri til að hittast, spjalla og syngja saman í notalegu umhverfi. Upplagt er einnig að bjóða fjölskyldunni í kaffi.

Mánudagur 22. maí kl. 19:00 - Aðalfundur

Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Að þeim loknum verður boðið upp á skemmtiatriði sem auglýst verður á heimasíðu félagsins þegar nær dregur.

Laugardagur 3. júní - Sumarferð

Hin árlega sumarferð er á dagskrá laugardaginn 3. júní. Verður nánar sagt frá ferðinni á fundinum þann 6. mars.


Vegna vonbrigða með að ekki skyldi boðið upp á hlaðborð á síðasta jólafundi óskaði ég eftir fundi með þeim Salvöru ráðstefnustjóra og Ásmundi veitingastjóra á Grand Hótel. Tjáði ég þeim almenna óánægju stjórnar og félagskvenna með matinn. Var þeim vel kunnugt um stöðuna því margar konur höfðu haft samband beint við hótelið og kvartað. Þau Salvör og Ásmundur hörmuðu þau atriði sem miður fóru á jólafundinum og báðust innilega afsökunar á röð mistaka sem áttu sér stað. Fékk ég sent tilboð fyrir jólafundinn í ár sem mér þótti ásættanlegt. Árum saman hafa fundirnir verið haldnir á hótelinu, þjónustan hefur verið lipur og allt viðmót þægilegt. Aðkoma að byggingunni er góð og næg bílastæði. Er það ósk mín að með þessum ráðstöfunum hafi fundist lausn á málinu. Sjá má ítarlegri umfjöllun á heimasíðu og facebook félagsins.

Stjórnin sendir þér og fjölskyldu þinni óskir um farsæld og þakkar þér gefandi samveru á liðnu ári.
Það er von okkar stjórnarkvenna að dagskrá funda sé konum til gleði og fróðleiks og að við njótum þeirra samverustunda sem starfið veitir okkur. Munið einnig að gestir eru hjartanlega velkomnir á fundi.

Bestu kveðjur til ykkar allra,

Gunnhildur s: 863 1367, gunnhildur.hrolfsdottir@gmail.com
Katrín s: 861 8047, katringun@simnet.is
Jóna Björg s: 894 6965, jona.b@simnet.is

Spakmæli: Góð orð eru mikils virði og kosta ekki neitt

Jólafundurinn og jólahlaðborðið

posted Dec 19, 2016, 4:48 AM by Vefstjóri heimasíðu

Kæru félagskonur.

Takk fyrir ánægjulega samveru á jólafundinum þann 5. des. Hann var fjölmennur og góður rómur gerður að þeim skemmtiatriðum sem í boði voru. Að ekki skyldi boðið upp á jólahlaðborð voru hins vegar veruleg vonbrigði og hafa margar látið í sér heyra af þeim sökum. Ekki er annað hægt en að taka tillit til slíkra athugasemda og fékk ég fund með þeim Salvöru Lilju ráðstefnustjóra á Grand Hotel og Ásmundi veitingastjóra. Tjáði ég þeim almenna óánægju stjórnar og félagskvenna með matinn. Ekki það að nokkuð væri athugavert við þá rétti, sem fram voru bornir en allar höfðu vænst þess að ganga að hinu glæsilega jólahlaðborði sem hótelið er þekkt fyrir og við höfum notið undanfarin ár.

Var þeim Salvöru og Ásmundi vel kunnugt um stöðuna því margar konur höfðu haft samband beint við hótelið og kvartað, vildu fá bætur í einhverri mynd. Þau Salvör og Ásmundur hörmuðu þau atriði sem miður fóru á jólafundinum og báðust innilega afsökunar á þeirri röð mistaka sem áttu sér stað. Vonast þau til að geta bætt um betur og óska eftir tækifæri til þess. Vildu þau gera okkur tilboð fyrir fundinn sem haldinn verður í mars en ég óskaði eftir tilboði fyrir jólafundinn að ári. Var þeirri beiðni vel tekið og fékk ég sent tilboð sem hljómar vel.

Ásmundur veitingastjóri býður fordrykk með léttum pinnamat og jólahlaðborð á kr. 6.900,-. Hvítvín og rauðvín verður á kr. 5.200,- kr. flaskan. Hann lét þess einnig getið að hótelið myndi gefa möndlugjöfina. Tel ég tilboðið ásættanlegt og geri ráð fyrir að því verði tekið.

Árum saman hafa fundirnir verið haldnir á hótelinu. Þjónustan hefur verið lipur og allt viðmót þægilegt. Aðkoma að byggingunni er góð og næg bílastæði. Er það ósk mín að með þessum ráðstöfunum sé fundin lausn á málinu og við getum horft glaðar til komandi árs.

Kær kveðja,
Gunnhildur formaður

Ferðasaga vorferðarinnar 2016

posted Oct 11, 2016, 8:45 AM by Vefstjóri heimasíðu   [ updated Oct 11, 2016, 8:45 AM ]

Vorferðin 2016 var farin um Kjósina yfir á Þingvelli, Reykholt, Flúðir og víðar.
Ferðanefndin hefur ritaði ferðasögu sem hægt er að lesa hér.

Bréf til félagskvenna

posted Sep 27, 2016, 11:25 AM by Vefstjóri heimasíðu

Kæra félagskona
Nú er senn liðið veðursælt sumar og styttist í að vetrarstarf félagsins okkar hefjist. Slíkt er alltaf tilhlökkunarefni og verður veturinn okkar vonandi góður og heillaríkur.
Fundir til áramóta verða sem áður haldnir fyrsta mánudag hvers mánaðar, þ.e. í október, nóvember og desember. Fundarstaður verður Grand Hótel og hefjast fundirnir kl. 19:00. Dagskrá verður auglýst á vef félagsins (www.heimaey.org) þegar nær dregur.
 
Fundirnir verða sem hér segir:
 • Mánudaginn 3. október kl. 19:00 í Setrinu
 • Mánudaginn 7. nóvember kl. 19:00 í Setrinu
 • Mánudaginn 5. desember - jólafundur - kl. 19:00
Á októberfundinum fáum við góðan gest, Guðrúnu Hildi Rosenkjær, sem mun segja okkur frá og sýna íslenska þjóðbúninga.
"Æskustöðvar mínar" nefnist fyrirlestur Þuríðar Bernódusdóttur frá Borgarhól í Eyjum sem hún mun flytja á nóvemberfundinum.
Bjarmar Guðlaugsson ætlar svo að mæta á jólafundinn og skemmta okkur með söng og hljóðfæraleik.
Það er von okkar í stjórninni að þú hafir ánægju af starfinu og komir með tillögur að nýjungum, því alltaf má gera gott betra.
 
Hittumst hressar og gleðjumst á góðum samverustundum.
 
Bestu kveðjur
Gunnhildur, s: 863 1367 - gunnhildur.hrolfsdottir@gmail.com
Katrín, s: 861 8047 - katringun@simnet.is
Jóna Björg, s: 431 1565 og 894 6965 - jona.b@simnet.is

Aðalfundur !

posted May 23, 2016, 7:10 AM by Vefstjóri heimasíðu   [ updated May 23, 2016, 7:10 AM ]

Aðalfundur kvenfélagsins verður haldinn á Grand hótel mánudaginn 23. maí klukkan 19:00.

Vorferð Heimaeyjar 2016 – laugardaginn 4. júní

posted May 23, 2016, 7:08 AM by Vefstjóri heimasíðu   [ updated May 23, 2016, 7:12 AM ]

Meðalfellsvatn – Laugarvatn – Friðheimar - Skálholt - Flúðir

Brottför frá Mjóddinni klukkan 09:00

Ekið sem leið liggur frá Reykjavík um Hvalfjörð að Meðalfellsvatni í Kjós.Kaffistopp í Kaffi Kjós (hlöðunni á Hjalla).
Þar ætlum við að gæða okkur á kaffi og vöfflum í rólegheitum.


Frá Meðalfellsvatni er ekið um Kjósarskarð og Þingvelli um Lyngdalsheiði að Laugarvatni.

Á Laugarvatni heimsækjum hina nýju heilsulind „Fontana“ þar sem okkur verður sýnd öll aðstaða. Flestir Íslendingar þekkja sögur af gufunni á Laugarvatni. Laugvetningar hófu að baða sig í gufu hversins árið 1929 þegar tveir klefar voru byggðir ofan á hvernum. Þessi hver gefur frá sér bæði mikinn hita og mikla gufu sem fyllir klefana af hita og gufu í gegnum ristar á gólfi. GUFAN enn á sínum stað sem hluti af hinu nýja svæði með bættri aðstöðu og þjónustu.

Þá munum við einnig kíkja í „bakaríið” sem þeir kjósa að kalla svo, en á staðnum er bakað sérstakt rúgbrauð í fjörunni við Laugarvatn sem við fáum að kynnast og bragða á.


Frá Laugarvatni ökum við í átt að Reykholti þar sem við munum heimsækja Friðheima og fræðast um tómataræktun og nýtingu hreinu orkunnar okkar.
Eftir fræðslu um ylræktina verður sest niður í gróðurhúsinu þar sem borin verður fram tómatsúpa og brauð.

Frá Friðheimum liggur leiðin um Skálholt þar sem okkur gefst tími til að skoða kirkjuna og Þorláksbúð.Frá Skálholti höldum við til Flúðir.

Þar heimsækjum við listakonuna Önnu Magnúsdóttur í Bjarkarhlíð, en hún málar myndir og á steina.


Kvöldverður á Icelandair Hótel Flúðum.


Áætluð koma til Reykjavíkur er kl. 19:00


Verð: kr. 10.000 á mann.

Innifalið í verði:
 • Allur akstur í langferðabíl
 • Kaffi og meðlæti í Kaffi Kjós (hlöðunni á Hjalla)
 • Rúgbrauðssmakk hjá Fontana á Laugarvatni
 • Fræðsla um tómatarækt á Friðheimum
 • Tómatsúpa og brauð í Friðheimum
 • Heimsóknir á þá staði sem nefndir eru í ferðalýsingu.
 • Kvöldverður á Hótel Flúðum
Skráning:
Hægt er að skrá sig í ferðina hjá:
 • Birna Ólafsdóttir sími: 863-9472
 • Ásta Ólafsdóttir Sími: 898-7707
 • Ingibjörg H Sverrisdóttir Sími: 861-2748
Greiðslumátar:
Ferðin greiðist með peningum við brottför.

1-10 of 61