Ferðalög‎ > ‎

2013 - Sumarferð á Goslokahátíð

Sumarferð Kvenfélagsins Heimaeyjar helgina 5. – 7. júlí 2013.

Í tilefni 60 ára afmæli Kvenfélagsins Heimaeyjar, var farin helgarferð á Goslokahátíðina í Vestmannaeyjum. Það var mikið um að vera í Vestmannaeyjum þessa helgi þar sem 30 ár eru liðin frá Goslokum.
 
Ferðanefndin var búin að panta allt gistipláss á Hótel Hamar með árs fyrirvara. Félagskonur fóru til Vestmannaeyja á sínum eigin vegum, því margar fóru nokkrum dögum fyrir helgina til að nýta ferðina sem best, heimsækja vini og vandamenn.
 
Það fór vel um okkur á Hótel Hamri, ágætis herbergi og góður morgunmatur. Við fengum afnot af morgunverðarsalnum til að hittast á kvöldin, þrifum bara eftir okkur áður en við fórum að sofa. Hjónin sem reka Hótel Hamar vildu allt fyrir okkur gera.
 
Á föstudeginum vorum við búnar að mæla okkur mót við Ester Ólafsdóttir sem er formaður Krabbavarna í Vestmannaeyjum, og færðum við félaginu kr. 300 þúsund í tilefni 60 ára afmælis félagsins okkar. Var þessi styrkur vel þeginn.
 
 
Þar sem veðrið varð reglulega leiðinlegt þegar leið á daginn, bara rok og rigning, voru margar félagskonur sem keyptu sér miða á Fjallabræður og Lúðrasveit Vestmannaeyja sem héldu sameiginlega tónleika í íþróttahöllinni. Það voru alveg bráðskemmtilegir tónleikar í léttum dúr. Og mikið var ánæglulegt að sjá hvað það var mikið af ungu fólki sem er í Lúðrasveit Vestmannaeyja.
 
Á laugardeginum var veðrið mikið betra, engin rigning bara nokkur vindur svo það var hægt að komast með góðu móti á milli húsa. Mikið var um að vera í bænum, listsýningar, tónleikar og einnig var verið að segja frá mannlífinu fyrir gos, á nokkrum svæðum sem hurfu undir hraun, bæði í máli og myndum. Þetta var allt reglulega skemmtilegt og vel að þessu staðið.
 
Um kvöldið borðum við sameiginlegan kvöldverð á Hótel Vestmannaeyjar. Þar var setinn hver bekkur og borðað í hollum, komin biðröð fyrir utan dyrnar meðan við borðuðum. Eftir borðhaldið hittumst við í morgunverðarsalnum á Hótel Hamri og
skemmtum okkur við söng og gítarspil fram eftir kvöldi. Það er svo gott fyrir sálina að syngja saman.
 
Eftir morgunmat á sunnudag fóru félagskonur að pakka í töskur og fór hver í sína áttina, sumar til baka með Herjólfi og aðrar í gistingu hjá skyldmennum, langaði til að vera lengur því margt var eftir að skoða af því sem í boði var, ekki hægt að komast yfir allt á tveim dögum. Við gáfum eigendum hótelsins kertalugt sem hét Eyjalugt að skilnaði fyrir öll notalegheitin við okkur.
 
Þetta var reglulega skemmtileg ferð þrátt fyrir að veðrið hefði mátt vera betra, en Vestmannaeyingar eru vanir misjöfu verðurfari svo það kvartaði engin.
 
Í tilefni ferðalagsins orti Sigurbjörg Axelsdóttir (Dadda skó) eftirfarandi vísur:
Á goslok Heimaeyjakonur héldu
hressar og kátar vináttu elfdu.
Á hótel Hamri beið okkar gisting
höfðum með okkur allt í coctailhristing.

Strax með stolti lögðu okkur lið
Stefán og Svava dekruðu okkur við.
Leiðinlegt veður þó lifsins nutum
list við sáum í öllum hlutum.

Ljósmynda og málverkasýningar spes
sáum og götulýsingar í Akoges.
Mat í maga þurftum á að halda
mikil veisla var hjá Einsa kalda

Brynja og co strax vel sig stóðu
stjórnaði öllu með illu og góðu.
Við fengum í matsla saman að syngja
sælar og glaðar máttum glösum klingja

Formaður Dolly sem fyrir okkur fer
félagskonum alltaf stjórnar hér.
Baráttu söngur með bíflugnasuði
Birna frá Kirkjubóli í banastuði.

Á goslok Heimaeyjakonur héldu
hressar og kátar vináttu elfdu.
Á hótel Hamri beið okkar gisting
höfðum með okkur allt í coctailhristing.

Strax með stolti lögðu okkur lið
Stefán og Svava dekruðu okkur við.
Leiðinlegt veður þó lifsins nutum
list við sáum í öllum hlutum.

Ljósmynda og málverkasýningar spes
sáum og götulýsingar í Akoges.
Mat í maga þurftum á að halda
mikil veisla var hjá Einsa kalda

Brynja og co strax vel sig stóðu
stjórnaði öllu með illu og góðu.
Við fengum í matsla saman að syngja
sælar og glaðar máttum glösum klingja

Formaður Dolly sem fyrir okkur fer
félagskonum alltaf stjórnar hér.
Baráttu söngur með bíflugnasuði
Birna frá Kirkjubóli í banastuði.

Lalla syngjandi lífsins nýtur
leikari oft upp á skjánum skýtur.
Ég og Laufey ljúfar eins og lömb
lífsglaðar vorum okkur héldu engin bönd.

Þolum lífið á við haus á hænu
hjálp við drukkum frá okkur vit og rænu.
Með gítarleik ég fíling fæ
fjöldasöng stjórnaði Marý á Kirkjubæ.

Flottar færslur sendir Geira
á Fésbók lætur í sér heyra.
Helgasystur eru mestu mátar
makalaust hvað eru allaf kátar.

Austfirðingur Sigrún sem alltaf mætir
auðgar okkur viðsýn og félagslíf bætir.
Stundum kemur Elísabet  Eyjum úr
elskar hvern einasta Herjólfs túr.

Hjá Sirrý og Gústu eru enginn efi
að allir syngja með sínu nefi.
Kringum Fríðu Hjálmars Dússý ekki friður eða þögn
eða frænkum Rósu, Gerði og Rósu í Höfn.

Þarna var mikið glens og gaman
að geta alltaf skemmt sér saman.
Hjartanlega ég þakka vil þeim
sem þreyttar glaðar hélldum heim.

Gleðjum yfir hverju gráu hári
gefum í á 60 ára afmælisári.
Höldum áfram hressar á extra drifi
Heimaeyjakonur lengi lifi.
SA.
 
 
 
Comments